Skemmtileg heimsókn á Gunnlaugsstöðum

045Fimm strákar úr Svalbarðsskóla í Þistilfirði
komu í heimsókn til okkar 2. maí
Þeir voru hér á Héraði í skólaferðalagi og
hafði skólastjórinn verið í sambandi við
okkur fyrir nokkru og spurt hvort þeir
mættu kíkja hingað.  Strákarnir vissu ekki
að þeir væru að fara að heimsækja husky
hunda og við vonum að þeir hafi haft
ánægju af heimsókninni.
Nokkrar myndir í „hundamyndir 2013“

Zoe eins árs 19. apríl

Bless Zoe for star ´n Nordica varð eins árs 19.apríl  034
Hún á sama afmælisdag og Hjördís, sem er vel við
hæfi þar sem við vorum búin að bíða eftir henni í
tæp tvö ár.

Skijoring keppni í Stafdal 13.apríl 2013

Yfir 30 krakkar úr Skíðafélagi Fljótsdalshéraðs ogskíðakeppni í stafdal Seyðisfjarðar tóku þátt í ca 200 m skíðaspyrnu
þar sem Múlahundar drógu þau.
Tímataka og bikar í verðlaun.
Mikil stemming.  Vonandi verður þetta árviss
atburður

Múlahundar í Stafdal

Hjördís var ásamt huskyhundunum okkar 7 í Stafdal laugardaginn          
30.mars.  Í samvinnu við rekstraraðila þar var boðið upp á
að fólk gæti látið draga sig á skíðum.  Einnig fengu yngstu
börnin ferð á hundasleða.  Þetta tókst mjög vel og var biðröð
allan tímann sem við vorum þarna.
Við komum svo í kvöldfréttunum á RÚV þann daginn.
Við vorum svo ánægð með hvað hundarnir voru góðir
við alla og yfirvegaðir og höldum að þetta hafi verið hin
ágætasta skemmtun og góð kynning á tegundinni.
Enginn tími var fyrir myndatökur en þessi mynd var svo
tekin á annan í páskum á Fjarðarheiðinni þar sem nokkrir
útvaldir fengu að leika sér á sleða og skíðum

Múlahunda afmæli í mars 2013

Fjögur af níu gotum Múlaræktunar eru fædd í mars              
14.mars sl urðu Rökkvi og Týr undan Mjöll og Berg
4ra ára
20.mars urðu  Gæfa, Gola, Freyja, Ivan, Æsir og
Koda undan Rómu og Vindi 4ra ára
24.mars urðu Torres, Garri, Alaska,  Goði og
Kristal Fönn undan Rómu og Stormi 5 ára
29.mars urðu Lara Croft, Þruma, Eldur og
Tara undan Ösku og Kanuck 2ja ára
Við óskum þeim öllum og eigendum þeirra
til hamingju með afmælið
Hér er mynd af Töru og Þrumu sem búa
á Gunnlaugsstöðum.

Múlaræktun í Stafdal um páska

Við verðum með 7 husky hunda í Stafdal    
laugardaginn 30.mars n.k. frá kl. 12-14
Fólk fær tækifæri til að láta hunda draga
sig á skíðum og einnig verður boðið upp
á stutta hundasleðaferð fyrir  yngstu
börnin

Múlahundar borða Royal Canin

Þessi flotta auglýsing var í Morgunblaðinu í dag
Þarna er Kolla með Múlahundana, Tý, Þrumu og
Blanco Islandus.  Þessir hundar eru allir á
Royal Canin eins og allir okkar hundar hér
á Gunnlaugsstöðum.
Við mælum með Royal Canin

Mývatn 2013

Múlahundar tóku þátt í öllum greinum á      
Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs
Íslands og voru sigursælir.
Múla-Blanco, Múla-Þruma og Múla-Týr
með Kollu urðu Íslandsmeistara í
sleðakeppni með 3-4 hunda
Klara var svo Íslandsmeistari í skijoring
kvenna með Tý.
Hér eru þær stöllur.
Önnur úrslit eru við myndir frá Mývatni

Múlahundar ársins 2012

Alls fengu 14 Múlahundar stig árið 2012 þar      
sem gefin eru stig fyrir árangur í keppnum,
hlýðni og sýningum.
Að þessu sinnu voru hæst og jöfn Múla
Rökkva og Múla Týr með 18 stig og óskum
við eigendunum innilega til hamingju með
árangur ársins. Hér er Hjördís með
þeim og eigendum þeirra.

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands 2013

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands      
verður haldið við Mývatn n.k. laugardag
9. mars og hefst keppnin í hundasleðaakstri kl
11 og í skijoring (keppt á skíðum með 1 hund
sem dregur viðkomandi) kl. 14.
Það kemur í ljós þegar nær dregur hvort keppnin
verður á vatninu eða uppi hjá Kröflu þar sem
við höfum oftast verið.
Upplýsingar verða á www.sledahundar.is

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir