Archive for desember, 2012

Árið 2012

Huskydeildin hefur birt lista yfir stigahæstu ræktendur        
fyrir árið 2012 og er Múlaræktun þar í 2. sæti.  Það kom
okkur verulega á óvart þar sem við mættum ekki á júní
sýningu og fáir Múlahundar hafa verið sýndir á árinu.
Múlaræktun er með stigagjöf fyrir Múlahunda og þar er
talinn árangur í keppnum, í  hlýðniprófum og á sýningum
Að þessu sinni eru tvö jöfn með 18 stig Múla Týr og
Múla Rökkva fá þau bikar sem afhentur verður á Mývatni
í mars n.k.  Alls fengu 14 Múlahundar stig árið 2012

Sleðast um jólin

Það hefur verið gott sleðafæri hjá okkur á Gunnlaugsstöðum                  
um hátíðarnar, nokkuð sem gerist allt of sjaldan og við
höfum verið dugleg að vera úti að leika okkur.
Hér er Egill með Þrumu, Berg, Ösku og Atlas á fleygiferð um
túnin.

Jólakveðja

Við hjá Múlaræktun, Steini, Hjördís, Eldur, Berg, Aska,                          
Tara, Þruma, Atlas, Zoe og Skuggi sendum okkar bestu
jóla- og nýárskveðjur með þakklæti fyrir árið 2012

Við verðum með spennandi got í sumar sjá „got „

Bless Zoe for Star´n Nordica

Zoe varð 8 mánaða 19. desember sl.                                                              
Hér er mynd af henni, hún er falleg og skemmtileg,
heldur ákveðin og mikill spjallari.

Bréf frá Huskydeildinni í USA

Þegar við fluttum Atlas inn sl. vor fylgdi ættbókinni hans              
bréf frá Huskydeildinni í USA.  Við fengum leyfi þeirra til
að þýða bréfið og birta það á heimasíðunni okkar.
Pétur Skarphéðinsson þýddi bréfið fyrir okkur og
þökkum við honum innilega fyrir það.
Endilega lesið  – þetta er undir „kynning á Siberian
husky“ hér fyrir ofan til hægri.

Bless Zoe for star´n Nordica komin á Gunnlaugsstaði

7. des. sl kom Zoe úr einangrun og við náðum í hana  
til Akureyrar.
Hún er skemmtilegur karaketer og mjög falleg.
Hún er flott viðbót við Múlaræktun og við væntum
mikils af henni.
Hér er hún í fyrsta göngutúrnum með Hjördísi og
Eldi.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir