Archive for september, 2014
Múla Kría komin með heimili
Væntanlegt got
Þessi flottu hundar eiga von á hvolpum seinni
partinn í október 2014.
Bless Zoe for Star´n Nordica og Kristari´s Atlas
Þau eru bæði innflutt frá mjög flottum ræktunum,
Zoe frá Ungverjalandi og Atlas frá U.S.A.
Zoe og Atlas hefur gengið vel á sýningum og fengu
þau bæði Íslenskt meistarastig og rec Cacib á
síðustu sýningu.
Þau eru bæði drjúgir sleðahundar og skemmtilegir
karektarar.
Zoe og Atlas eru bæði með hrein augu og A mjaðmir
Öll g0t Múlaræktunar uppfylla ræktunarkröfur HRFÍ og
Huskydeildar HRFÍ.
Septembersýning HRFÍ 2014
Góð sýningarhelgi að baki.
Þrír Múlahundar voru sýndir:
Múla Ice Kiaro, ex, 3.sæti í opnum,
Múla Tara, ex, 4 sæti í opnum (12)
Múla Hríma vann meistarafl. og varð besta tík tegundar
Kristari´s Atlas, ex, CK, vann opna flokkinn, 2. besti rakki
tegundar með íslenskt meistarastig og vara alþjóðlegt.
Bless Zoe for Star in Nordica, ex, CK, vann opna flokkinn (12)
3.besta tík tegundar með íslenskt meistarastig og vara alþjóðlegt
1. got Múlaræktunar 8 ára í dag
Í dag eru 8 ár síðan 7 gull undan Romu og Eld litu dagsins ljós
Þetta got var algjört gullgot 5 hundar úr gotinu hafa gert það
gott á sýningum og nokkur hafa staðið sig vel í sleðahundasportinu
Það hefur heldur betur fækkað í þessum hóp og eru aðeins
Prins, Aska og Berg lifandi. Hin fjögur Blanco, Ynja, Snót og Gringó hafa kvatt þennan heim.
Við erum svo heppin að hafa Berg og Ösku hjá okkur á
Gunnlaugsstöðum, en sendum Prins og fjölskyldu hans
innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins.