Um Múlaræktun
Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum. Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson (Steindór lést 14.mars 2019) og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum.  Nú eftir að Berg dó (júni 2019) á ég  7 hunda, 6 husky og 1 labrador og eru hundarnir heimilishundar og gæludýr.
ISCH Heimskauta Nætur Eldur var fyrsti huskyhundurinn okkar og féllum við gjörsamlega fyrir tegundinni.  Eldi gékk vel á sýningum frá fyrstu tíð og var hann fyrsti husky sem ræktaður var á Íslandi til að verða Íslandsmeistari. Eldurinn okkar dó 12.ágúst 2016 og er hans sárt saknað
Við ákváðum að flytja inn handa honum tvær tíkur og komu CANCH Shapali´s Remembering Romance  (Róma) og  Mystic Mjöll til landsins í byrjun árs 2006.
Roma og Mjöll eru dóu báðar á árinu 2012 og söknum við þeirra endalaust.
ISCH Múla Berg og Múla Aska eru svo úr fyrsta gotinu okkar. Þau fóru frá okkur á sínum tíma en
þegar aðstæður breyttust hjá eigendum þeirra komu þau aftur heim. Askan okkar dó 1. júní 2016 og er hennar sárt saknað.  Berg minn dó svo 11.júní 2019 er mikill sjónarsviptir af honum.
Við héldum Múla Töru eftir úr fyrra goti Ösku og Kanuck, það er í fyrsta skipti sem við höfum haldið hvolpi úr goti.  Múla Þruma gotsystir Töru kom svo til okkar tæplega eins árs.
Í maí 2012 fluttum við Kristari´s Atlas til landsins og kom hann til okkar í júlí.
Í nóvember 2012 fluttum við Bless Zoe for Star´n Nordica og kom hún til okkar í desember.
5.sept.2015 fæddist Múla Mystic Perla, hún er undan Zoe og Múla Tý.  Hún er fyrsti hvíti hreinræktaði husky fæddur á Íslandi og verður hjá okkur.
11.maí 2018 fæddist Múla Mystic Snær, hann er undan Múla Mystic Perlu og Valkyrju Krapa. Snær er eini hreinræktaði hvíti rakkinn á Íslandi, sem við vitum um og verður hjá okkur.

Okkur hefur gengið vel á sýningum og eru m.a. eru eftirtaldir Múlahundar Íslenskir meistarar, Múla Blanco, Múla Berg, Múla Hríma, Múla Gígur  og Múla Þruma.  Bless Zoe for Star´n Nordica er einnig Íslenskur meistari.
Í febrúar 2014 varð Múla Hríma besti hundur sýningar af yfir 800 hundum.  Múla Hríma er einnig alþjóðlegur meistari.
Múlaræktun hefur tvisvar verið með besta ræktunarhóp sýningar og oft verið í  sæti í úrslitum með ræktunar- og afkvæmahópa.
Á deildarsýningu Huskydeildar 2016 átti Múlaræktun, besta hvolp, besta öldung, besta gelding, besta ræktunarhóp, besta afkvæmahóp, 2.besta rakka, 2. og 3. bestu tík. Dómari var Donna Beckman.

Ræktunarmarkmið Múlaræktunar
Okkar markmið er að rækta aðeins fyrsta flokks Siberian Husky hunda. Við notum fyrstu einkunnar hunda í ræktunina og leggjum aðal áherslu á góða skapgerð og falllega líkamsbyggingu. Við erum fyrst og fremst að rækta góða heimilis og sleðahunda og því veljum við hunda sem byggðir eru til sleðadráttar til undaneldis.  Góður árangur á sýningum er bara bónus.
Öll got hjá Múlaræktun uppfylla skilyrði HRFÍ og Huskydeildar HRFÍ.

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-0241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com