Archive for mars, 2013
Múlahunda afmæli í mars 2013
Fjögur af níu gotum Múlaræktunar eru fædd í mars
14.mars sl urðu Rökkvi og Týr undan Mjöll og Berg
4ra ára
20.mars urðu Gæfa, Gola, Freyja, Ivan, Æsir og
Koda undan Rómu og Vindi 4ra ára
24.mars urðu Torres, Garri, Alaska, Goði og
Kristal Fönn undan Rómu og Stormi 5 ára
29.mars urðu Lara Croft, Þruma, Eldur og
Tara undan Ösku og Kanuck 2ja ára
Við óskum þeim öllum og eigendum þeirra
til hamingju með afmælið
Hér er mynd af Töru og Þrumu sem búa
á Gunnlaugsstöðum.
Múlaræktun í Stafdal um páska
Múlahundar borða Royal Canin
Mývatn 2013
Múlahundar tóku þátt í öllum greinum á
Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs
Íslands og voru sigursælir.
Múla-Blanco, Múla-Þruma og Múla-Týr
með Kollu urðu Íslandsmeistara í
sleðakeppni með 3-4 hunda
Klara var svo Íslandsmeistari í skijoring
kvenna með Tý.
Hér eru þær stöllur.
Önnur úrslit eru við myndir frá Mývatni
Múlahundar ársins 2012
Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands 2013
Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands
verður haldið við Mývatn n.k. laugardag
9. mars og hefst keppnin í hundasleðaakstri kl
11 og í skijoring (keppt á skíðum með 1 hund
sem dregur viðkomandi) kl. 14.
Það kemur í ljós þegar nær dregur hvort keppnin
verður á vatninu eða uppi hjá Kröflu þar sem
við höfum oftast verið.
Upplýsingar verða á www.sledahundar.is