Archive for desember, 2010

Nægur sleðasnjór á Gunnlaugsstöðum

Í dag var nægur sleðasnjór á Gunnlaugsstöðum,   
nokkuð sem er ekki algengt.
Við mæðgur gripum tækifærið feginshendi.

Niðurstaða úr hlýðniprófum ársins

Við vorum að fá það staðfest að Múla Týr er stigahæsti hundur                
ársins í bronshlýðni.  Við erum afa stolt af honum og óskum Pétri
og Klöru innilega til hamingju með árangurinn.

Jólakveðja frá Múlaræktun

Við hjá Múlaræktun óskum öllum vinum og hundum 
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Bestu þakkir fyrir árið 2010

Væntanlegt got hjá Múlaræktun

Múla Aska og CANCH Wolfriver´s Ice Thunder Kanuck verða pöruð snemma árs 2011 – nánar í got

Sleðinn Vígður

Við Kolbeinn fórum með sleðann og 3 hunda upp á Fjarðarheiði í dag. 
Við vorum að vígja sleðann og það gékk bara nokkuð vel miðað við óvana hunda.

Múla Askur

Nú hefur grái rakkinn fengið heimili og nafnið Múla Askur                                         
Við óskum Elsu, Björgvin og fjölskyldu innilega til hamingju með hann

Hundasleði

Loksins eignuðumst við hundasleða               
Kominn tími til eftir öll þessi ár.
Robbi vinur okkar í Keflavík smíðaði hann
Við erum ótrúlega ánægð með hann
Nú vantar bara snjóinn..

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir