Róma
CANCH Shapali´s Remembering Romance
Róma er fædd í Kanada 21. ágúst 2002. Hún er Kanadískur meistari og hafði tvisvar sinnum átt hvolpa áður en hún kom til okkar. Afkvæmi Rómu eru að gera það gott út um allan heim. Við komumst í samband við Lisu Amos ræktanda Rómu um mitt ár 2005 og ætluðum fyrst að kaupa hvolp undan Rómu. Þegar frá leið urðum við spennt fyrir því að fá að kaupa hana sjálfa. Eftir mikla umhugsun ákvað Lisa að selja okkur Rómu. Hún kom til Íslands 9. janúar 2006 og vakti mikla lukku í einangruninni hjá Krístínu í Höfnum. Róma kom hingað í sveitina 10. febrúar 2006 og við urðum ekki fyrir vonbrigðum þegar við hittum hana. Róma er grá og hvít með brún augu. Hún er smá, en mjög vel byggð. Hún er yndisleg, svo falleg og ljúf. Hún er líka mjög kát og alltaf til í að leika sér. Hún hefur auðsýnilega ekki verið inni á heimilinu í Kanada, er svona Kennel hundur, en hún var fljót að komast upp á lagið að liggja inni með hinum hundunum okkar. Emil og Eldur tóku henni mjög vel.
Á sýningu Hundaræktunarfélags Íslands í byrjun mars 2006 fékk Róma excellent, varð í 2. sæti í opnum flokki og fékk bleikan borða, meistaraefni.
Róma fékk excellent og var 3. besta tík tegundar á júnísýningunni 2006.
Róma átti 7 hvolpa 6.sept. 2006 og við urðum ekki fyrir vonbrigðum með þá.
Þetta voru 4 rakkar og 3 tíkur, tvö þeirra Berg og Aska búa hjá okkur.
Róma varð í 3.sæti í opnum flokki á júnísýningu HRFÍ. Á haustsýningunni fékk hún excellent eins og alltaf og góða umsögn en lenti ekki í verðlaunasæti.
Á haustsýningu HRFÍ 2007 fékk Róma excellent og umsögnina. Excellent type, feminan head, good earset. Nice shape of eyes. Nice neck, topline + tail. Nice angel, bone and feet. A bit round in ribs. Nice thick coat. Must not carry any more weight. Good side mover.
26. mars 2008 átti Róma 5 fallega hvolpa, þ.e. 3 rakka og 2 tíkur. Allir hvolparnir fengu góð heimili, en einn Múla-Kári lést síðan af slysförum og var eigendum sínum mikill harmdauði.
20. mars 2009 eignaðist Róma hvolpa í síðasta sinn. Hún eignaðist 4 tíkur og 2 rakka. Allir hvolparnir eru komnir á góð heimili.
Róma er sannkölluð drottning hér á heimilinu, hún er enn kát og leikur sér, hleypur laus með fjórhjólinu og nýtur þess að að vera komin á eftirlaun.
Róma dó 21. febrúar 2012 og er sárt saknað.
Róma er með A mjaðmir og hrein augu.
CANCH
Shapali’s Remembering Romance
IS09361/06
“Róma”
Ættbók: