Í september eru væntanleg got hjá Fjallsins ræktun í Vallholti (www.snowdogs.is)
Foreldrar  fyrsta gotsins eru Múla Krumma og SE (Polar) CH SE UCH Jiepeer´s Sauron
Múla Krumma er undan Múla Töru og Kristari´s Atlas. Múla Aska og Wolfriver´s Ice
Thunder Kanuck eru afi og amma Krummu
Krumma er glaður hundur, jákvæð frábær í samskiptum við aðra hunda
og duglegur sleðahundur sem leiðir hópinn oft á tíðum.

krumma1Sauron

Sauron er í láni hér á Íslandi í nokkra mánuði.
Hann er þekktur keppnishundur í heimalandinu og víðar.
Bergþóra og Sæmundur hjá Fjallsins ræktun eru mjög ánægð
að hafa tækifæri til að rækta undan slíkum snillingi.

Báðir foreldrar eru með einstakt skap, elska fólk og eru þægileg í umgengni.
Þau eru með hrein augu og A mjaðmir.
Áhugasamir hafi sambandi við icelandichusky@gmail.com

______________________________________________________________________

Annað gotið er undan Múla Öskju og SE (Polar) CH SE UCH
Jiepeer´s AskjaSauron. Askja er undan Múla Þrumu og Kristari´s Atlas.
Askja hefur eignast mjög fallega og skapgóða einstaklinga og
hefur verið aðal ræktunartíkin hjá Fjallsins ræktun.
Hún er mjög yfirveguð, blíð tík, góð í samskiptum við aðra
hunda og góður sleðahundur.
Hér er hún með með nokkra hvolpa úr fyrsta gotinu sínu
Askja er með hrein augu og B/C mjaðmir. Þrjú af afkomendum
hennar hafa verið mynduð og þau eru öll með góðar mjaðmir.

 

 

 

 

 

_________________________________________________

Þriðja planaða gotið hjá Fjallsins ræktun verður líklega um mánaðarmótin september október.
Það verður undan Fjallsins Sól og SE (Polar) CH SE UCH Jiepeer´s Sauron.
Sól er undan Múla Öskju og Hulduheims Kát (Evo)
Sól er blíð og góð en getur verið tík við aðrar tíkur. Hún er háfætt og mjög duglegur sleðahundur.
Sauron og Sól eru bæði með hrein augu og A mjaðmir

Sauron og sól  sauron og Sól1
 

 

 

 

 

 

_____________________________________________________________

Um miðjan júlí er væntanlegt got hjá Valkyrjuræktun              kulogPolar
Foreldrar eru Múla Mystic Kul og Bueno Pardo
Emission For Snow Shade „Polar“.
Foreldrarnir eru bæði með hrein augu og A mjaðmir.
Fyrsta hreinræktaða huskygot á Íslandi þar sem
báðir foreldrar eru hvítir.
10.júlí fæddust tveir hvítir hvolpar, rakki og tík og eru
þau bæði lofuð