Got Bless Zoe for Star´n Nordica og Múla Týs 5.sept.2015
Zoe átti tvo hvolpa hvíta tík og gráan rakka
Rakkinn dó þegar hann var 3ja vikna og við
ákváðum að eiga tíkina, sem fékk nafnið
Múla Mystic Perla
Perlan okkar er mikill gleðigjafi, duglegur
sleðahundur og klár tík, en mikil dekurdrós.
Perla var tvisvar sýnd í hvolpaflokki og
fékk heiðursverðlaun í bæði skipti og
hún varð besti hvolpur sýningar á deildarsýn.
Hún var einu sinni sýnd í ungliðum og fékk þá
ungliðameistarastig.
Síðan hefur hún alltaf nema einu sinni fengið
excellent og í nóv. 2018 vann hún opna flokkinn
og varð 3. besta tík tegundar.
Perla átti 6 hvolpa með Valkyrju Krapa 11.maí 2018
þrjá hvíta, tvo gráa og einn svartan.