Archive for október, 2022

Afmæli í október

24.október urðu Gígur og Myrkva formlegir öldungar (8 ára)                                            Gígur og Myrkva
Þau eru spræk og ætla bæði að mæta á nóvembersýningu HRFI
Innilegar hamingjuóskir til þeirra og eigandanna Þórdisar,
Kára og Guðrúnar

————————————————————————————————————————————————————————————-

 

 

 

26.október varð gotið undan Zoe og Atlasi 8 ára öldungar
Innilegar hamingjuóskir til Máneyjar, Inari, Jakobínu og
Denali og eigenda þeirra. IMG_0328

Fjallsins Klettur

Klettur gerði það heldur betur gott á október sýningunni      Klettur
Hann vann ungliðana og fékk seinna ungliðastigið sitt
Hann er því orðinn ungliðameistari
Hann vann ungliða tegundahóp 5
Hann var einnig 3.besti rakki tegundar
Klettur verður hjá Snow Dogs í vetur í þjálfun

Alls konar

Ég hef verið mjög löt við að setja á heimasíðuna þetta árið.       311705426_10227884614689776_7317802660949320354_n
Það hefur ýmislegt gerst síðan síðast.
Nokkrir Múlahundar hafa eðlilega dáið á þessum tíma,
enda margir orðnir nokkuð fullorðnir.
Mörg afmæli sem ég hef ekki sett upplýsingar á síðuna.
En hjá mér varð Perla 7 ára 5.sept. sl.
Í júlí sl. flutti ég inn 2ja ára rakka, Am Can Snowmist
Up in Smoke.  Smoke er mjög fallegur og skemmtilegur
karakter, en aðeins óöruggur í nýjum aðstæðum.
Það gengur mjög vel að venja hann með hópnum.
Smoke fór á sína fyrstu sýningu á Íslandi 8.okt. sl.
Hann vann rakkana og fékk íslenskt meistarastig og
er þar með orðinn Íslenskur meistari.
Það verður spennandi að fylgjast með Smoke á næstu
árum.
Það er von á hvolpum undan Smoke í nóvember,
sjá undir got hér á síðunni.

 

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir