Archive for apríl, 2013
Zoe eins árs 19. apríl
Skijoring keppni í Stafdal 13.apríl 2013
Yfir 30 krakkar úr Skíðafélagi Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar tóku þátt í ca 200 m skíðaspyrnu
þar sem Múlahundar drógu þau.
Tímataka og bikar í verðlaun.
Mikil stemming. Vonandi verður þetta árviss
atburður
Múlahundar í Stafdal
Hjördís var ásamt huskyhundunum okkar 7 í Stafdal laugardaginn
30.mars. Í samvinnu við rekstraraðila þar var boðið upp á
að fólk gæti látið draga sig á skíðum. Einnig fengu yngstu
börnin ferð á hundasleða. Þetta tókst mjög vel og var biðröð
allan tímann sem við vorum þarna.
Við komum svo í kvöldfréttunum á RÚV þann daginn.
Við vorum svo ánægð með hvað hundarnir voru góðir
við alla og yfirvegaðir og höldum að þetta hafi verið hin
ágætasta skemmtun og góð kynning á tegundinni.
Enginn tími var fyrir myndatökur en þessi mynd var svo
tekin á annan í páskum á Fjarðarheiðinni þar sem nokkrir
útvaldir fengu að leika sér á sleða og skíðum