ISCH Múla Berg
Berg er fæddur 6. september 2006 og er undan Eldi og Rómu. Gotsystkini Bergs eru: Prins, Snót, Ynja, Blanco, Aska og Gringó.

Berg fór eins og hinir hvolparnir frá okkur um 2ja mánaða aldur. Á vordögum 2007 kom Berg aftur til okkar og ætluðum við að halda honum. Hann var hjá okkur fram í október en það var stanslaus spenna og slagsmál á milli þeirra feðga hans og Elds og létum við hann til Akureyrar eftir haustsýningu í október.

Hann skyldi þó eftir sig ummerki þar sem hann er faðir hvolpa Mjallar sem fæddust í nóvember 2007. Einn hvolpanna, Akkiles, fór svo til hans til Akureyrar í janúar. Vegna erfiðra aðstæðna þurftu eigendur þeirra að láta þá frá sér og þá kom Berg til okkar aftur en Akkiles fór á heimli í Reykjavík. Við héldum að nú væri í lagi að hafa þá feðga saman, þar sem búið er að gelda Eld. En fljótlega eftir að hann kom fóru allar tíkurnar á lóðarí og þá fór allt í bál og brand á milli þeirra. Eldur (kóngurinn) gefur ekki svo léttilega eftir sitt hlutverk þó búið sé að gelda hann.

Berg er krefjandi hundur, en mjög þægilegur á heimili. Hann þarf athygli og hreyfingu og vill vera númer eitt. En hann er hlýðinn og prúður ef hann er ekki að berjast um tíkur eða stöðu. Hann talar við mann og er einstaklega skemmtilegur og sniðugur karakter.

Í nóvember 2012 veiktist Berg alvarlega og var vart hugað líf.  Hann var sendur suður, þar sem Kolla og fólkið á Dýraspítalanum í Grafarholti tók á móti honum og hjúkraði eftir bestu getu.  Hann var með mikla sýkingu í blöðruhálskirtli og það endað með því að það þurfti að gelda hann, elsku karlinn okkar, 22.nóv.2012.  Þannig við fáum ekki fleiri flotta sleðahunda undan honum og hann verður ekki sýndur oftar. En við erum þakklát fyrir að eiga hann á lífi.

Berg var fyrst sýndur á marssýningu 2007 og varð þá besti hvolpur sinnar tegundar í sínum aldursflokki og 4. besti hvolpur sýningar.

Á júnísýningu HRFÍ 2007 fékk Berg excellent og varð í 2. sæti í ungliðaflokki og fékk heiðursverðlaun. Hann varð síðan í 2. sæti í opnum flokki og meistaraefni og 2. besti rakki tegundar. Umsögnin var: Typical rather big long body. Strong male. Nice head, good neck, strong topline. Exc develop, chest and forechest. A bit straight in front, good angul. Free movement. Good coat condition. Good bite.

Á haustsýningu HRFÍ 2007 fékk Berg 1. einkunn en varð í 4. sæti ungliðaflokki og komst ekki upp. Umsögnin var: Ex type. Msc. Head. Nice shape of eyes. Good earset. Nice neck, topline + tail. Nice angul. bone and feet. Nice ribs, must not be any heavier. Thick coat. Like more coat in the ears. Moves very well.

Á marssýningu HRFÍ 2008 fékk Berg excellent og varð í 1. sæti í unghundaflokki, meistaraefni og varð í þriðji besti rakki tegundar, pabbi hans í 2. sæti og Blanco í 4.sæti. Umsögnin var: 18 months. Correct size. Masculine head with broader skull. Correct dentation. Bigger ears. Excelent neck & body. Strong bones. Well balanced movements. Excellent coat.

Á haustsýningu HRFÍ 2008 fékk Berg 1. einkunn en komst ekki í sæti, enda bjuggumst við ekki við því þar sem hann var drag haltur. Umsögnin var: Nice head, good expression, good bita, good proportions. Needs better training. Very good. Fyndið að hann skyldi þurfa betri þjálfun þar sem hann gerði allt sem hann gat eins haltur og hann var, elsku karlinn.

Á vorsýningunni 2009 fékk Berg excellent og varð í 4. sæti í opnum flokki.

Berg var sýndur báða dagana á afmælissýningu HRFÍ í ágúst 2009 og fékk excellent í bæði skiptin. Fyrri daginn var hann í 2. sæti í opnum flokki og 4. besti rakki en seinni daginn var hann í 4. sæti í opnum flokki.

Á haustsýningu 2009 gékk Berg afar vel. Hann var besti rakki tegundar, fékk sitt fyrsta Íslandsmeistarastig og alþjóðlegt meistarastig en varð svo í 2. sæti sem besti hundur tegundar.
Hann var einnig í ræktunarhóp Múlaræktunar sem var besti ræktunarhópur dagsins, ekki amalegt það.

Á febrúarsýningunni 2010 var Berg aftur besti rakki tegundar, fékk sitt annað Íslandsmeistarastig og annað alþjóðlegt meistarastig.  Hann varð síðan besti hundur tegundar og í 2. sæti í grúbbu.

Á júnísýningunni 2010 var Berg besti rakki tegundar og fékk sitt þriðja Íslandsmeistarastig.  Hann var í 2. sæti sem besti hundur tegunda.
Hann var einnig í ræktunarhóp Múlaræktunar sem var besti ræktunarhópur dagsins.

Á ágústsýningunni 2010 var Berg í meistaraflokki og varð besti rakki tegundar.  Hann fékk sitt þriðja alþjóðlega meistarastig.

Á haustsýningunni 2010 fékk Berg excellent og varð í 2. sæti í meistaraflokki

Á vetrarsýningunni 2011 fékk Berg excellent og varð í 2.sæti í meistaraflokki

Á ágústsýningunni 2011 fékk Berg excellent, meistaraefni, vara Cacib og varð 2. besti rakki tegundar

Á nóvembersýningu 2011 fékk Berg excellent, meistaraefni og varð 3. besti rakki tegundar

Á febrúarsýningu 2012 fékk Berg excellent og meistaraefni en ekki sæti.

Á ágústsýningu 2012 fékk Berg excellent og meistaraefni, vann meistaraflokk, varð 2. besti rakki tegundur með vara Cacib

Á nóvembersýningu 2012 fékk Berg excellent og meistaraefni, varð í 2.sæti í meistaraflokki og fékk ekki sæti í besti rakki

Í nóvember 2012 veiktist Berg alvarlega og endað með að við sendum hann nær dauða en lífi suður.  Hann var með alvarlega
sýkingu og endaði með því að hann var geltur.  Þar með lauk sýningarferli Bergs okkar.

Hann var þó sýndur á deilarsýningu Siberian Huskydeildar í apríl 2016. Hann rústaði geldingaflokknum og var Donna dómari mjög hrifin af honum.

Berg er stoltur pabbi 4ra gota, þrisvar sinnum hefur hann verið paraður við Mjöll okkar og einu sinni við Hulduheims Eld Gyðju hjá Eldskrystals ræktun.

Berg er með hrein augu og A mjaðmir

Elsku Berg dó 11. maí 2019 og er mikill missir af þessum einstaka töffara, sem stjórnaði heimilinu á Gunnlaugsstöðum síðustu árin sín.

Ættbók Bergs