Þessi kynning er þýðing frá Siberian Husky klúbbi Ameríku.
(Múlaræktun fékk leyfi til að þýða hana og birta á heimasíðu
ræktunarinnar)

Til hamingju með nýja Siberian Husky hundinn þinn, með þessari kynningu viljum við aðstoða þig við að  njóta til fulls nýja gæludýrsins þíns og reyna gefa góða mynd hvernig hundur Siberian Husky er.

Uppruni

Siberian Husky er og hefur í margar aldir verið hreinræktaður hundur, ekki villtur, hálfur úlfur eða blandaður. Tegundin var upprunalega ræktuð af Chukchi fólkinu í norðaustur Asíu (Síberíu), sem þrekmiklir sleðahundar. Árið 1909 voru þessir hundar frá Chukchi fólkinu fluttir í hópum til Alaska til að taka þátt í löngum og erfiðum sleðakeppnum. Þeir sem stjórnuðu sleðunum voru fljótir að viðurkenna getu þessara hunda frá Siberíu og kölluðu þá Siberian Husky.

Árið 1925 um veturinn þegar barnaveikisfaraldur herjaði á einangraða bæinn Nome í Alaska, voru hópar af sleðahundateymum sem færðu þeim lífsnauðsynleg lyf frá fjarlægum bæjum. Þessi hetjulega framganga hunda og mann vakti mikla athygli í Alaska. Einn af þeim, maður að nafni Leonhard Seppala, fór með Siberian Husky hundahópinn sinn, sem var upprunalega kominn frá Siberíu, til Ameríku. Á meðan hann dvaldist þar keppti hann í mörgum sleðahundakeppnum og sýndi enn frekar fram á yfirburði Siberian Husky hundanna yfir hundum sem voru þarna fyrir. Sleðastjórnendur og frumkvöðlar í New England urðu sér úti um ræktunarhóp og fengu AKC viðurkenningu (American Kennel klub) fyrir tegundina árið 1930 og stofnuðu Siberian Husky Club of America árið 1938.

Siberian husky er með yndislegt skap, blíðir en ekki hændir að einum sérstökum. Siberian Husky hundar eru ávallt vakandi, æstir í að þóknast og fljótir að aðlagast. Þeir eru mjög gáfaðir en sjálfstæður andi þeirra getur auðveldlega valdið hvaða fjölskyldu sem er vandræðum. Þó þeir séu færir um að sýna fjölskyldu mikla ástúð þá eru þeir ekki endilega eins manns hundar. Þeir sýna ókunnugum enga hræðslu eða tortyggni og taka gestum fagnandi. Í samskiptum við ókunnuga hunda sýna þeir venjulega forvitni og vinskap í garð þeirra. Með þessari fjölhæfni eru þeir kjörnir félagar fyrir fólk á öllum aldri og með mismunandi áhugamál.

Dagleg umhirða

Siberian Husky er yfir höfuð auðvelt að hirða. Þeir eru af náttúrunnar hendir hreinir og lausir við sníkjudýr og sterka lykt. Þeir þurfa reglulegt mataræði og venjulega umhirðu frá læknum eins og bólusetningar og varnir gegn sjúkdómum.  Góð umhirða felur líka í sér daglega hreyfingu, kembingu á feldi, reglulega skoðun á tönnum og að klippa neglur. Að minnsta kosti einu sinni til tvisvar á ári skiptir Husky um feld, þá er gott að vera með góðan bursta og poka, týpískur Siberian Husky feldur er þéttur og fyllir auðveldlega ruslapoka í hárlosi. Eigendur sem sinna Siberian Husky hundinum sínum vel eru venjulega verðlaunað með því að hundurinn lifir löngu og góðu lífi.

Vinsamlegast látið ekki Siberian Husky hundinn ykkar verða í ofþyngd:

Siberian Husky er þekktur sem auðveldur í rekstri og þarf frekar litla matarskammta miðað við stærð. Þeir eru upprunalega ræktaðir til að draga léttar þyngdir langar vegalengdir í miklum kulda á sem minnsta fóðri sem hægt er. Grennri hundur mun lifa lengra, hamingjusamlegu og heilsusamlegra lífi.

Að naga og grafa?

Siberian Husky er þekktur fyrir að gera sinn skammt af því.  Að naga er þekkt hjá hvolpum þegar þeir eru að taka tennur alveg sama hvað tegundin heitir og er auðvelt að stýra þeirri hegðun í rétta átt. Að grafa holur er leið Siberian Husky til að finna sér eitthvað með tímann að gera, það er hægt að spila á þá eða koma í veg fyrir það, en einnig er hægt að stýra þeim inná ákveðin svæði þar sem þeir mega grafa. Það er ekki algilt að allir Siberian Husky hundar geri þetta en þetta er ríkt í þeim.

Siberian Husky hundar verða að vera í girtum garði eða á öðrum öruggum svæðum. Siberian Husky er með eitt stórt tegundareinkenni en það er þrá þeirra til að hlaupa. Það eru margar tegundir hunda sem geta farið út úr húsi og setið fyrir utan allan daginn en það á ekki við um Siberian Husky.  Eitt snöggt hlaup yfir götu gæti endað sem hans síðasta hlaup. Enginn Siberian Husky hundur á að fá skilyrðislaust frelsi, hans vegna og út af ást ykkar til hans, þá verður hann að vera í bandi eða undir ykkar stjórn ávallt.  Næg hreyfing til að hann þroskist rétt er nauðsynleg. Of mikið reiðileysi eða lítil hreyfing fyrir hann gæti orsakað það að hann tekur uppá óæskilegum hlutum oftast á ykkar kostnað.

Veiðieðlið í Siberian Husky hundum er sterkt. Þó að Siberian Husky hundur sýni ástúð og hlýju í garð fólks og annara hunda, verða eigendur Siberian Husky hunda að vera á varðbergi gagnvart minni dýrum í umhverfinu.

Kettir, hamstrar, kanínur, kindur og fuglar eru hugsanleg fórnarlömb sterkar veiðihvatar Siberian Husky hunda. Þeir eru snöggir, klókir og þolinmóðir í aðgerðum sínum við að veiða.

Þjálfun

Sberian Husky hundar eru mjög næmir og gríðarlega gáfaðir. Það er mjög auðvelt að kenna þeim ef þjálfun hefst snemma, því fyrr því betra. Með blíðri meðhöndlun og án leiðréttinga með ofbeldi.  Grunnhlýðniþjálfun er virkilega nauðsynleg og  er mælt eindregið með henni.  Sú þjálfun, sem reynist best er þegar þjálfunin kennir þér hvernig á að kenna hundinum þínum. Tímanum sem þú verð í þjálfun og þá sérstaklega á fyrstu árum Siberian Husky hundsins þíns mun skila sér margfalt til baka í betri hegðun og betri félaga sem mun tengjast inn í fjölskylduna til lífstíðar.

Í dag sjáum við Siberian Husky hunda í mörgum hlutverkum. Þeir eru notaðir í hlýðniþjálfun, hundafimi, sporaleit, skíðagöngu og hundasleðakeppnum.  Siberian Husky hundar og eigendur þeirra njóta til fullnustu að stunda ýmsar iðjur saman og það má alltaf kenna þeim eitthvað nýtt, þeir eru gríðarlega viljugir að vinna og þóknast eiganda sínum.

Gelding

Hundaræktun er ekki einfalt mál. Í gegnum árin hefur The Siberian club of America skrifað lýsingu á tegundinni með samþykki AKC. Þessi skriflega lýsing er það sem kölluð er ræktunarmarkmið. Þessi ræktunarmarkmið eruð notuð af metnaðarfullum og reyndum ræktendum til að sjá hvort hundur er að falla undir þessi markmið.

Siberian Husky hundar sem víkja frá þessum markmiðum í framkomu, útliti, hegðun og vinnu eða ef þeir hafa þekkta galla, eru ekki notaðir til ræktunar hjá ábyrgum ræktendum. Þessir hundar eru geltir eða teknir úr sambandi. Pörun á svona hundum er dæmi um kæruleysislega og óábyrga ræktun.

Siberian Husky eru orðnir mjög vinsælir og þú gætir freistast til að para hundinn þinn í vanþekkingu einungis til að græða örlítinn pening eða þig langar svo til að ,,leyfa” hundinum þínum að eignast hvolpa. Ekki gera það eru okkar ráð til þín. Ef það er möguleiki að græða peninga á því að rækta Siberian Husky, þá ertu ekki að gera það af þeirri nákvæmni og ábyrgð sem æskilegt er. Fjöldaframleiðsla á dýrum er ekki neinni tegund til framdráttar og getur hreinlega verið skaðleg. Einungis gæða dýr, ræktuð af ábyrgum og reyndum ræktendum í tilraun til að bæta tegundina eiga að vera ræktuð. Kæruleysileg og óupplýst ræktun er einungis að skemma þær dyggðir og karaktereinkenni sem eru svo dýrmæt í Siberian Husky,  og auka þann vanda sem offjölgun á tegundinni er að valda.


The Siberian Husky club of America mælir eindregið með að þú geldir eða takir úr sambandi Siberian Husky hundinn þinn. Flestir ábyrgir ræktendur gera það að skilyrði fyrir að kaupum á hvolpi með ákvæði í samning. Fyrir þessum skilyrðum eru einfaldar skýringar:

1)

Geld dýr eru oftast heilsuhraustari og lifa lengur en þau sem eru það ekki.

2)

Dýralæknar, ræktendur og dýraatferlisfræðingar eru sammála um að það er ekki að hjálpa eða uppfylla neitt hjá tíkum að eignast hvolpa. Fyrir tík að eignast hvolpa er mikið mál og jafnvel undir bestu mögulegu kringumstæðum getur það orsakað líklamlegan skaða fyrir tíkina eða jafnvel dauða.

3)

Að taka tík úr sambandi fyrir fyrsta lóðerí minnkar verulega líkurnar á æxli í spenum seinna á lífskeiðinu.  Tík sem tekin er úr sambandi mun ekki eiga hættu á lífshættulegum sýkingum í móðurlífi eftir sem hún verður eldri.

4)

Að gelda rakka útilokar líkurnar á krabbameini í eistum. Að auki mun hundurinn eiga minni hættu á kvillum í blöðruhálskirtli.  Einnig er geldur rakki mun auðveldari í umgengni við aðra karlkyns hunda.

Gelding mun ekki breyta grunnhegðun Siberian Husky hundsins þíns og hvorug aðgerðin mun breyta hundinum þínum í leti sófadýr. Of mikið nammi og lítil hreyfing mun hinsvegar gera það.

American Kennel Club (AKC) leyfir geldum hundum að taka þátt í öllum stigum hlýðni og hundafimi keppnum. Engar kröfur eru um að hundur sé ógeldur eða geldur til að mega taka þátt í sleðakeppnum eða skíðakeppnum.  En einungis dýr sem eru hæf til ræktunar eru sýnd í sýningarhringnum.

Skyldur Eigenda

Ef sá dagur kemur að þú getur ekki lengur átt Siberian Husky hundinn þin. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að sú staða komi upp. Hvað munt þú gera þá ?

The Siberian Husky club of America mælir eindregið með því að fara ekki með hundinn í hundaskýli (á ekki við á Íslandi). Þú ættir að hafa samband við þinn ræktanda fyrst. Þetta er ein ástæða fyrir því að ábyrgir ræktendur vilja halda sambandi við sína hvolpakaupendur. Að koma eldri hund fyrir á nýju heimili er aldrei auðvelt. Ef þú stendur frammi fyrir  þannig breytingum í lífi þínu að þú þurfir að koma hundinum fyrir á nýju heimii, gefðu þér þá mjög góðan tíma í að finna rétt heimili fyrir hann eða hana. Dýralæknar, ræktendur og jafnvel fleiri ættu að geta hjálpað þér með þann vanda. En gott er að hafa í huga að ef þú ert  með hund sem er í raun algjörlega vanhæfur að aðlagast nýjum heimilum eða alveg ófær um að vera ættleiddur af öðru fólki, þá er í raun það mannlegasta í þeirri stöðu að láta svæfa hann.

Siberian Husky Club of America

Siberian Husky Club of America (SHCA) er opinber fulltrúi Siberian Husky tegundarinnar í American Kennel club  (AKC).  Hann var stofnaður 1938, og meðlimir hans samanstanda af ræktendum, sýningaraðilum, aðdáendum og hundasleðafólki.

Aðal hlutverk SHCA er að þróa og halda áfram að fullkomna náttúrulegu eiginleika Siberian Husky. Þess vegna finnst klúbbnum það vera mikilvægasta skylda hans að fræða alla Siberian Husky eigendur um tegundina.

Gangi þér vel með Siberian Husky hundinn þinn og vonandi muntu njóta samveru hans um mörg ókomin ár.