Archive for október, 2013

Múla Merlin farinn til Færeyja

Nú er síðasti hvolpurinn úr goti Töru og Atlasar farinn                                            036
Múla Merlin er um borð í Norrænu með nýju fjölskyldunni
sinni.  Hann mun búa í Klaksvik í Færeyjum
Við óskum Oddi, Birita og Archibald innilega til hamingju
með þennan fallega hvolp.

Siberian Husky og börn

Margir halda að Siberian Husky séu hættulegir börnum.                          Rökkva með Jökli Myrkva
Það er hin mesta vitleysa.  Þeir héldu hita á börnunum hjá
frumbyggjum í Síberiu og þessi eiginleiki að vera góður við
börn hefur fylgt tegundinn æ síðan.
Hér er Múla Rökkva, sem er algjör nagli og duglegur
sleðahundur, að heilsa upp á Jökul Myrkva nýjasta meðlim
fjölskyldunnar hennar.
Bara yndisleg mynd

3ja ára gullmolar

Síðasta gotið þeirra Mjallar og Bergs er 3ja ára í dag.                                                                     Mjöllin
Innilegar hamingjuóskir til Asks, Móses, Rökkvu og Elvis og eigenda þeirra
Hér er Mjöllin með hópinn sinn

Kristari´s Atlas 2ja ára

Prinsinn okkar hann Atlas er tveggja ára í dag.  Hann er mikill gleðigjafi                055
og kelirófa.  Hann verður fallegri með degi hverjum.
Til hamingju með afmælið Atlas

 

Sigursælir Múlahundar í Krísuvíkuhlaupinu

Þrír Múlahundar tóku þátt í keppni í  Krísuvíkurhlaupinu í gær
Þau lentu öll í verðlaunasæti.  Olga með Múla Rökkvu og Jöklu
vann 15 km Scooter, Rósa með Múla Hrímu og Valkyrju vann
15 km bikejoring og Kolla með Múla Blanco Islandus og Hröfnu
var í 2. sæti í bikejoring.
Frábær árangur til hamingu Rósa, Olga og Kollakrisuvik krisuvik1

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir