Archive for nóvember, 2013

Afmæliskakan hennar Matthildar

Hundarnir á Gunnlaugsstöðum eiga tryggan aðdáanda                                                             þrírhvolarog matthildyr
þar sem hún Matthildur er. Hún varð 7 ára um daginn og
mátti ekki heyra á annað minnst en að afmæliskakan væri
prýdd hvolpum frá Múlaræktun hér er afraksturinn, frá vinstri
Múla Karma, Múla Star og Múla Duchess ekki amaleg afmælisterta

Augnskoðun

Við fórum með Múla Þrumu, Kristari´s Atlas og                                             Zoe sæta
Bless Zoe for Star´n Nordica í augnskoðun 16.nóv.sl.
Þau voru öll með hrein augu.  Þetta var önnur
skoðun Þrumu og Atlasar en sú fyrsta hjá Zoe.
Við erum að vonum ánægð með niðurstöðuna.
Hér er Zoe ánægð með sig í göngu.

Bresi og Birting 6 ára

6ára

Við óskum Bresa og Birtingu og eigendum
þeirra innilega til hamingju með daginn.

Hér eru þau ásamt gotsystkinum sínum

Heimskauta Nætur Eldur 10 ára

Hann Eldur okkar er 10 ára í dag.  Við köllum hann alltaf
kónginn, hann er fyrsti huskyinn okkar og er pabbi Bergs                                eldur
og Ösku og afi Þrumu og Töru sem öll búa á
Gunnlaugsstöðum.
Eldur er einstakur hundur, ljúfur og góður og mikill félagi.
Hann veit fátt skemmtilegra en að fara í sunnudagsgöngur
Ferðafélags Fljótsdalshéraðs með Hjördísi og verður mjög
súr hann fær ekki að fara með.
Eldur var fyrsti huskyhundurinn, sem ræktaður er á Íslandi
sem varð Íslandsmeistari og honum gékk mjög vel á
sýningum á meðan hann var sýndur.
Hann er drjúgur sleðahundur og dregur frúna á skíðum hér
á túnunum.
Hann hefur verið heimsóknarhundur hjá Rauða Krossinum
í tæp 3 ár og finnst alltaf jafn gaman að heimsækja vini
sína á Sjúkradeildinni á Egilsstöðum.
Nú í haust sannaði hann snilli sína við að leita fjár í fönn,
en hann leitaði ásamt Berg og Þrumu og þau fundu á
þriðja tug fjár.

Nóvembersýning HRFÍ 2013

Múlaræktun gékk mjög vel á sýningunni um síðustu helgi              1459215_10152064804726565_289834579_n
Allir Múlahundar fengu excellent og allir sæti í sínum flokki.
Múla Ice White Thunder „Tindur“ var einn í 4ra-6 mán.
Honum gékk vel og keppti um besti hvolpur sýningar og
var í 3.sæti
Múla Ice Kiaro vann unghunda rakka og fékk meistaraefni.
Múla Týr varð í 2.sæti í opnum flokki og fékk meistarefni.
Múla Blanco Islandus vann meistaraflokkinn og varð svo
besti rakki tegundar en Týr var í 4. sæti.
Múla Þruma var í 2.sæti í opnum flokki og fékk meistaraefni
Múla Tara (feldlaus) var í 3.sæti í opnum flokki
Múla Hríma vann meistaraflokk og varð besta tík tegundar,
hún vann síðan Blanco og var besti hundur tegundar, þau
fengu bæði alþjóðlegt meistarastig (Cacib)
Innfluttu hundarnir okkar Kristari´s Atlas og Bless Zoe
for Star in Nordica fengu bæði excellent, Zoe fékk meistarefni,
hún vann unghundaflokkinn.
Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir