Archive for júlí, 2024

Ýmislegt

Ég hef ekki verið dugleg að uppfæra heimasíðuna undanfarið.                        atlas
En ákvað samt að loka henni ekki þar sem það er mikið af
upplýsingum á henni.
Það hafa orðið breytingar hjá Múlaræktun.
Múla Mystic Snær dó 2.október 2023 elsku karlinn minn
aðeins 6 ára, en hafði gengið í gegnum ýmislegt á þessum árum.
Kristari´s Atlas dó svo 4. júní 2024 næstum 13 ára .
Ég sakna þessarra öðlinga meira en orð fá lýst.
Fjallsins Klettur kom heim í maí, eftir að hafa verið 2 ár í
vinnu hjá Snow Dogs.  Hann er alsæll og gengur mjög vel

Ég hef lítið farið á sýningar undanfarið ár, en sendi Töru
á deildarsýningu og júnísýningu 2024.  Henni gékk mjög
vel og varð besti öldungur sýningar á deildarsýningunni.
En ég hef samt ákveðið að  þetta voru hennar síðustu
sýningar.

Múla Gígur varð stigahæsti Múlahundur ársin 2023

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir