Archive for október, 2014

4ra ára í dag

Þessir gullfallegu hvolpar undan Mjöll og Berg eru 4ra ára í dag.       012
Við óskum Aski, Móses, Rökkvu og Elvis og eigendum þeirra
til hamingju með afmælið

Got Bless Zoe for Star´n Nordica og Kristari´s Atlas

Zoe átti 5 tíkur 26.október, tvær gráar, ein dökkgrá,                                       IMG_0095
ein rauð og ein ljósrauð.
Við höfum beðið eftir þessu goti í 3 ár, síðan við
ákváðum að flytja Atlas inn frá USA og fá tík frá
Nordica í Ungverjalandi.
Zoe og Atlasi hefur gengið vel á sýningum og
fengu bæði Íslensk meistarastig og rec Cacib
á síðustu sýningu HRFÍ.
Þau eru bæði með hrein augu og A mjaðmir

Got Tara og Atlas

Tara átti tvo hvolpa 24.október, yndislegir svartir hvolpar rakki og tík.                    IMG_0056
Þetta er annað got Töru og Atlasar og erum við mjög ánægð
með fyrra gotið.
Tara er einstök tík svo ljúf og góð og semur við alla
Henni hefur gengið vel á sýningum
Atlas er skemmtilegur gaur og mikil kelirófa
Hann var annar besti rakkinn á síðustu sýningu og fékk
íslenskt meistarastig og rec Cacib.
Þau eru bæði með A mjaðmir og hrein augu.

Kristari´s Atlas 3ja ára

Prinsinn okkar hann Atlas varð 3ja ára í vikunni.                           IMG_0051
Atlas er skemmtilegur gaur, kelinn og yndislegur,
en líka svolítill nöldrari.
Hann var seinþroska og það er ekki fyrr en á þessu
ári að hann hefur tekið út mikinn þroska, enda gékk
honum afar vel á síðustu sýningu.
Varð 2.besti rakki með Íslenskt meistarastig og
vara CACIB.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir