Archive for mars, 2012

Afmæli 29.mars 2012

Þessi fallegi hópur er 1 árs 29. mars                
Við óskum Löru, Eldi, Þrumu og Töru
Ösku og Kanucks börnum til hamingju
með afmælið.
Þruma og Tara senda systkinum sínum
Eldi og Löru bestu afmæliskveðjur

Hvolpar í maí 2012

Aska og Kanuck hafa verið pöruð.                                          
Við reiknum með hvolpum seinni partinn í maí
Nánar um gotið í „got“
Hér er Hjördís með parið á leið upp að
Hengifossi.

Múlahundur ársins 2011

Við höfum ákveðið að veita árlega einum Múlahundi            
viðurkenningu vegna góðs árangurs á sýningum,
í sleðahundakeppnum, skijoring, bronsprófi, öðrum
hlýðniprófum, prófi í leit og fl.   Við biðjum eigendur
Múlahunda, sem taka þátt í einhverju ofangreindu eða
öðru sem þið teljið að falli undir þetta  að láta okkur vita
Múlahundur ársins 2011 er Múla-Hríma og óskum við
henni og eigendum hennar, Olgu og Halla innilega til
hamingju með þennan titil.
Á myndinni er Hríma með bikarinn ásamt eigendum
sínum.

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands í hundasleðaakstri og skijoring

Við tókum þátt í Íslandsmeistaramóti Sleðahundklúbbs    
Íslands  á Mývatni núna um helgina.
Mótið var mjög vel skipulagt og allt gékk upp.
Ekki spillti frábært veður fyrir.
Kolbeinn Ísak með feðgana Múla Tý og Múla Berg
unnu unglingaflokkinn í hundasleðaakstri með
tvo hunda á frábærum tíma.  Sæmundur Þór var í 3.
sæti í skijoring karla með Múla Tý og Hjördís var í
5.sæti í skijoring kvenna með Múla Berg.  Myndir
frá keppninni á myndasíðunni.

Afmæli 24.mars 2012

Þessi fallegi hópur er 4ra ára 24.mars                                
Við óskum Torres, Garra, Alösku, Goða
og Kristal Fönn innilega til hamingju
með afmælið.
Óskum eigendunum til hamingju með
gullin sín

Fleiri afmæli


Þessi fallegi hópur er þriggja ára 20. mars
Við óskum Gæfu, Golu, Freyju, Ivan, Æsi og Kodu
til hamingju með afmælið.
Hlökkum til að hitta a.m.k. 3 afmælisbarnanna á
Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands
á Mývatni um næstu helgi.

Afmæli

Þessir fallegu strákar eru 3ja ára í dag.                               
Við óskum Tý og Rökkva og eigendum þeirra til
hamingju með daginn.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir