Archive for mars, 2012
Afmæli 29.mars 2012
Hvolpar í maí 2012
Múlahundur ársins 2011
Við höfum ákveðið að veita árlega einum Múlahundi
viðurkenningu vegna góðs árangurs á sýningum,
í sleðahundakeppnum, skijoring, bronsprófi, öðrum
hlýðniprófum, prófi í leit og fl. Við biðjum eigendur
Múlahunda, sem taka þátt í einhverju ofangreindu eða
öðru sem þið teljið að falli undir þetta að láta okkur vita
Múlahundur ársins 2011 er Múla-Hríma og óskum við
henni og eigendum hennar, Olgu og Halla innilega til
hamingju með þennan titil.
Á myndinni er Hríma með bikarinn ásamt eigendum
sínum.
Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands í hundasleðaakstri og skijoring
Við tókum þátt í Íslandsmeistaramóti Sleðahundklúbbs
Íslands á Mývatni núna um helgina.
Mótið var mjög vel skipulagt og allt gékk upp.
Ekki spillti frábært veður fyrir.
Kolbeinn Ísak með feðgana Múla Tý og Múla Berg
unnu unglingaflokkinn í hundasleðaakstri með
tvo hunda á frábærum tíma. Sæmundur Þór var í 3.
sæti í skijoring karla með Múla Tý og Hjördís var í
5.sæti í skijoring kvenna með Múla Berg. Myndir
frá keppninni á myndasíðunni.