Archive for apríl, 2011

Siberian Husky hvolpar – út í fyrsta sinn

Í dag fóru hvolparnir út í fyrsta sinn enda veður til                 
þess hér á Austurlandi.
Það er alltaf gaman að fylgjast með þeim stíga sín
fyrstu skref út í hinn stóra heim. 
Nokkrar myndir frá því í dag á myndasíðunni.

Hvolparnir 4ra vikna

Hvolpaskottin urðu 4ra vikna í gær.  Þau eru farnir að                          
hlaupa um allt og það fer að styttast í að þau fari út
Enn eru hvolpar lausir á góð heimili.

Sacco vagninn

Við vorum að flytja inn frá Noregi þennan frábæra vagn.                              
Jómfrúarferðin var á Mývatni um helgina.
Mjög skemmtilegt farartæki sem við eigum eftir að nota mikið.

Hvolparnir þriggja vikna

Í gær 19. apríl urðu hvolparnir 3ja vikna.                                           
Við sjáum þau nánast þroskast og stækka
Í dag 20. apríl fengu þau í fyrsta skipti að borða

Múla Tara

Þessi fallega stelpa hefur fengið nafnið Múla Tara                                                
Hún mun verða skemmtileg viðbót við Múlaræktun

Hundavinir hjá Rauða krossinum

Hjördís og Eldur eru hundavinir hjá Rauða krossinum.                         
Í því felst að heimsækja fólk einu sinni í viku, fólk sem hefur
áhuga á að umgangast hunda en hefur ekki aðstæður eða
heilsu til að eiga hund.

Hvolparnir tveggja vikna

Hvolpunum fer vel fram og Aska er frábær mamma                             
Allir búnir að opna augun og þau orðin svo mannaleg
Hugsanlega tvær tíkur lausar á góð heimili
Áhugasamir hafi samband í 557 7241
eða icelandichusky@gmail.com

Siberian husky hvolpar

Hvolpagullin eru orðin vikugömul og hafa tvöfaldað þyngd sína
Nokkrar nýjar myndir á myndasíðunni.     Áhugasamir hafi samband í 5577241 

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir