Archive for september, 2021

Fjallsins Klettur

Þessi fallegi hvolpur bættist við hópinn á Gunnlaugsstöðum                                         Fjallsins Klettur
í síðustu viku.
Hann er undan Jeeper´s Sauron og Fjallsins Sól.
Sauron er frábær sleðahundur, með einstakt skap, sem var
í láni hjá Fjallsins ræktun (Snow Dogs) frá Svíþjóð.
Sól er undan Múla  Öskju og Hulduheims Kát.
Askja er undan Múla Þrumu og Kristari´s Atlas.
Þannig ég á langafa og langömmu Kletts.
Hlakka til að fylgjast með hvernig hann þroskast.

Perla 6 ára 5.sept.2021

Perlan mín varð 6 ára 5.sept. sl.  Hún breytist lítið þó hún          Perla flotta
eldist, er ofvirk og skemmtilegur karakter, en líka kelirófa
og mikil mamma.

Afmæli í ágúst 2021

Þann 29.ágúst sl. átti rauða liðið undan Þrumu og Atlasi
6 ára afmæli.                         Afmæli 28.ágúst
Það eru aðeins þrjú á lífi úr þessu goti, Vikur, Askja og Krafla.
Ég óska þeim og eigendum þeirra innilega til hamingju með
þau.

 

 

 

————————————————————————————————————————————————————————————————-

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir