Archive for febrúar, 2012

HRFÍ sýning febrúar 2012

Allir Múlahundar fengu excellent og allir nema
einn meistaraefni.
Hríma 3.besta tík,  Gola 4.besta tík.
Múla Elvis 4. besti rakki.
Bruni vann opna flokkinn.
Tara og Þruma voru í 2. og 3.sæti í ungliðum.
Berg fékk excellent og meistaraefni en ekki sæti í
úrslitum.  Aska fékk excellent og meistaraefni.

Aska með 4 afkvæmi fékk heiðursverðlaun og 
var annar besti afkvæmahópur sýningar.

Steina fagnað

Steini kom heim frá USA þar sem hann hefur dvalið síðan  
11. janúar sl.  Það var vel tekið á móti honum eins og sést
á þessari mynd.  Það lá við að það væri slegist um hann.

ISCH DKCH Múla Blanco Islandus BOB

Blanco var besti hundur tegundar og fékk sitt þriðja alþjóðlega stig 
á alþjóðlegri sýningu í Danmörku í dag.
Frábær árangur hjá snillingnum okkar
Hér eru þau Kolla ánægð eftir góðan dag.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir