Múla Aska er fædd 6. september 2006 og var þriðja í röð 7 systkina undan Rómu og Eld. Gotsystkini hennar eru Múla-Prins, Múla-Snót, Múla-Ynja, Múla-Blanco, Múla-Gringó og Múla-Berg. Hún fór að heiman eins og hinir hvolparnir um 2ja mánaða aldur. Hún var sýnd í hvolpaflokki í mars 2007 og fékk ágæta umsögn. Síðan var hún sýnd sem ungliði í júní 2007 og fékk 1. einkunn. Loks var hún sýnd í október 2007 en fékk þá 2. einkunn. Vegna sérstakra ástæðna kom Aska aftur til okkar í nóvember 2007. Aska féll strax inn í hópinn og við fundum ekkert fyrir því að einn hundur hefði bæst við. Hún er skemmtilegur karakter, einstakleg ljúf og geðgóð og vill vera vinur allra. Hún er klók og opnar hurðir eins og pabbi hennar. Hún situr venjulega í stól fyrir utan húsið og virðir fyrir sér umhverfið. Hún er afar hrifin af börnum eins og flestir husky hundar.
Hún var sýnd á marssýningunni 2008 í unghundaflokk. Hún fékk excellent og meistaraefni og var í 2. sæti í sínum flokki á eftir systur sinni henni Ynju. Hún varð síðan 5. besta tík tegundar. Umsögn dómarans var: 18 months, good size, correct head, full dentation, excellent body and legs. Free movement, excellent coat.

Á júní sýningu HRFÍ 2008  fékk Aska excellent og umsögnina: Nice head + expr. Good neck + prop. Excellent chest + angul + bone + feet + movements. Excellent. Hún varð í 3.sæti í unghundaflokki/tíkum.

Á haust sýningu HRFÍ 2008 fékk Aska 1. einkunn og umsögnina: Good head, good bit, good proportions. Very good.

Á vorsýningunni 2009 fékk Aska excellent og meistaraefni og varð í 2. sæti í opnum flokki.

Í febrúar 2010 fékk Aska excellent og meistaraefni, vann opna flokkinn og varð 3. besta tík tegundar.

Á júnísýningunni 2010 fékk Aska excellent og meistaraefni, vann opna flokkinn og varð 3. besta tík tegundar.

Á ágústsýningunni 2010 fékk Aska excellent og meistaraefni, varð í 2. sæti í opna flokknum og 4. best tík tegundar.

Á haustsýningunn 2010 fékk Aska very good og varð í 4. sæti í opnum flokki

Á ágústsýningunni 2011 fékk Aska excellent og varð 4. besta tík tegundar

Aska eignaðist hvolpa í fyrsta sinn 28. júlí 2009.  Átta fallegir hvolpar, þrjár tíkur og fimm rakkar

Aska eignaðis hvolpa 29. mars 2011: Fimm fallegir hvolpar, 4 tíkur og 1 rakki.

Á nóvembersýningu 2011 fékk Aska excellent og góða dóma en ekki sæti.

Á febrúarsýningu HRFÍ 2012 fékk Aska excellent, meistaraefni og góða dóma en ekki sæti.
Við sýndum hana síðan með 4 afkvæmi: Bruna, Hrímu, Töru og Þrumu og unnum husky afkvæmahópa
Við urðum svo annar besti afkvæmahópur sýningar.

Aska eignaðist hvolpa í síðasta sinn 27. maí 2012, sex fallegir hvolpar, fimm tíkur og 1 rakki.

Við ákváðum að sýna Ösku á fyrstu sýningu huskydeildarinnar 9. apríl 2016 – þá hafði hún ekki verið sýnd í 4 ár.
Hún kom sá og sigraði 😉 gékk alveg ótrúlega vel.  Hún varð besti öldungur sýningar.  Hún varð líka 2. besta tík með íslenskt meistarastig og frábæra dóma.  Síðan fórum við með Ösku ásamt afkvæmum í ræktunarhóp, þ.e. Kiaro, Hríma, Tara og Þruma og Múlaræktun var með besta ræktunarhóp sýningar.
Á þessari sýningu voru teknar myndir af sex ættliðum: Latino, Eldur, Aska, Hríma, Þrymur og Krapi og einnig 5 ættliðum: Latino, Eldur, Aska, Tara og Tindur.

Elsku Aska okkar lést eftir snörp veikindi 1.júní 2016 og við munum sakna hennar afar mikið en erum mjög þakklát fyrir öll árin með henni, hún var einstök.

Aska var með A mjaðmir og hrein augu

Ættbók Ösku