Archive for ágúst, 2014

Múla Kría leitar að heimili

Hún Múla Kría er um margt einstök.  Hún er einbirni.                                          IMG_0518

Hún hefur aldrei pissað eða kúkað inni síðan hún komst
úr gotkassanum.
Hún er einstaklega fljót að læra og hlýðin, blíð og góð.
En hún er líka orkumikil og skemmtilegt skott.
Vegna sérstakra aðstæðna leitar Kría að góðu heimili
Hún er tilbúin til afhendingar, hún er fædd 2.maí sl.
Hún er gríðalega vel ættuð, fullbólusett, heilsfufarsskoðuð
og að sjálfsögðu með ættbók frá HRFÍ
Verð kr. 100.000
Fleiri myndir af henni á myndasíðu gotsins.

Ormsteiti – fegurðarsamkeppni gæludýra

Eldur tók í dag þátt í fegurðarsamkeppni gæludýra á Héraðshátíðinni                       ???????????????????????????????
Ormsteiti með Matthildi vinkonu sinni.  Þau stóðu sig frábærlega.
Matthildur var spurð hvað væri það besta við Eld.  Hún svaraði
án umhugsunar að hann væri svo barngóður og svo hlýðinn.
Hlýddi henni alltaf.

5 ára afmæli 28. júlí sl.

Þessi flotti hópur varð 5 ára 28.júlí sl. – ótrúlegt en satt.                       afmælishvolpar
Fyrsta gotið hennar elsku Ösku okkar – 8 gullmolar.
Við óskum Bruna, Móra, Yasmine (Ronja), Jökli, Hrímu
og Frosta og eigendum þeirra innilega til hamingju með daginn.
Glóð og Funi blessaður karlinn hafa kvatt þennan heim.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir