Afmæli í mars

29.mars sl. urðu þessar fallegur tíkur, Tara og Þruma          089
10 ára ásamt bróður sínum honum Eldi jr.
Tara hefur búið hjá okkur frá fæðingu og er yndisleg
tík, frábær ræktunartík og ótrúlega góður forystuhundur.
Þruma flutti frá okkur sem hvolpur og kom heim á 2.ári.
Hún flutti síðan til Reykjavíkur til Báru og Más í fyrra
Hún er skemmtileg og klár og ég sakna hennar mikið.
Til hamingju með afmælið Tara, Þruma og Eldur JR:

_____________________________________________________________

Þann 20.mars sl. voru 11 ár síðan gotið undan                  hvolpar mars 09 446
Rómu og Vindi fæddist.
Ég óska Gæfu, Æsi og Kodu og eigendum þeirra
innilega til hamingju með afmælið.
Sendi eigendum Golu, Freyju og Ivans knús, en
þau dóu öll á árinu 2020.

 

 

______________________________________________________________
24.mars 2021
Í dag á elsti Múlahundurinn 13 ára afmæli      Garri 13 ára
Hann býr á Spáni með eigendum sínum.
Garri er undan Rómu og Stormi
Innilegar hamingjuóskir með fallega Garra
ykkar Ólína og Bjössi.
Knús yfir hafið frá mér.

Myndin er tekin þegar Garri valdi Ólínu

Jólakveðja

Múlaræktun óskar Múlahundaeigendum og             IMG_9569
öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári.
Vonandi verður meira líf í sleðahundasportinu
og hundasýningum á árinu 2021 en á því sem
senn kveður

Hvolpar

Það er búið að vera fjörugt í Vallholti í haust.                   hvolpar Sól
Þrjú got fædd undan snillingnum honum
Sauron.  Hér eru hvolparnir undan Fjallsins Sól.
sem fæddust 26.nóv.
Sjá undir „got“ hér á síðunni.

Öldungaafmæli í dag

Í dag eiga fallegu öldungarnir þeir Elvis, Móses og       elvis1
Rökkva 10 ára afmæli.
Innilegar hamingjuóskir til þeirra og eigendanna

Móses

 

 

rökkva

Fleiri afmæli

Í dag eiga fallegu tíkurnar undan Zoe og Atlasi                  IMG_0328
6 ára afmæli.
Innilegar kveðjur til Máney, Inari, Bínu og Denali
og eigendanna.
Veit að það verður dekrað við þær í dag.

Afmæli

Fallegu leynigestirnir þeirra Töru og Atlasar eru  Gígur og Myrkva
6 ára í dag.
Við óskum þeim og eigendunum innilega til
hamingju með þau.

Kristari´s Atlas 9 ára

Atlas minn er 9 ára öldungur í dag.                          atlas
Hann bauð hundunum á Gunnlaugsstöðum
upp á banana í tilefni afmælisins.
Hann er yndislegur hundur, blíður og góður
og seinþreyttur til vandræða.
Þegar hann var yngri var hann hávaðasamur
og duglegur sleðahundur sem gaf sig allan í
vinnuna.
Það verður auka dekur hjá Atlasi í dag.

Perla 5 ára

Í dag á hvíta prinsessan mín hún Perla afmæli.     Perla flotta
Við ætlum að halda upp á afmælið með því að
fara í heimsókn í Vallholt.
Perla er skemmtileg og frek og ræður öllu á
Gunnlaugsstöðum. En hún er líka mikið fyrir
kúr og kelirí.

Got fram undan

Það styttist í got hjá Fjallsins ræktun , sjá undir „got“ linknum hér efst á síðunni:

krumma1            Sauron

Afmæli júní, júlí og ágúst

Það hefur farist fyrir að tilkynna um afmæli í sumar, en ég bæti úr því núna:

13.júní urðu þessir fallegu hvolpar undan Töru                      Got Töru og Atlasar 13.júní 2016
og Altasi 4ra ára.
Þau fóru öll til Snow Dogs á sínum tíma og
unnið þar síðan.  Ég óska Frökk, Steini, Þoku
og Krummu og eigendunum innilega til hamingju
með þau.
____________________________________________________________

9.júlí urðu þessir fallegu hvolpar úr fyrsta goti                      töru hvolpar
þeirra Töru og Atlasar 7 ára.
Ég óska Duchess, Tindi, Star, Körmu, Fenri og Ódn
og eigendum þeirra innilega til hamingju með þau.

 
___________________________________________________________

28.júlí urðu svo þessir fallegu öldungar úr goti Ösku                  afmælishvolpar
og Alex 11 ára.  Aðeins 4 af þessum 8 hvolpum eru,
að því að ég best veit, enn á lífi.
Ég óska Bruna, Móra, Jökli og Hrímu og eigendum
þeirra innilega til hamingju með afmælið.

 

 
_____________________________________________________

29.ágúst átti svo gotið undan Þrumu og Atlasi                            Afmæli 28.ágúst
5 ára afmæli. Þau fóru öll til Snow Dogs og
Aðeins 3 af þessum fallegu hvolpum eru á lífi.
Ég óska Öskju, Kröflu og Vikri og eigendum
þeirra til hamingju með afmælið.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir