Múlaræktun stighæsta huskyræktun 2016

Mynd frá Siberian Husky in Iceland.

Birtur hefur verið listi yfir stigahæstu ræktendur og hunda Huskydeildar.
Múlaræktun er stigahæsta ræktunin,
Múla Aska stigahæsti öldungurinn
Múla Perla stigahæsti hvolpurinn
Múla Gígur í 5. sæti yfir stigahæstu hunda.
Árið var viðburðaríkt, en deildarsýning Huskydeildar
stendur upp úr og vorum við alveg í skýjunum með
árangurinn þar.

Nóvembersýning HRFÍ

Múlahundum gékk flestum vel á nóvembersýningu HRFÍ
Gígur vann opnaflokkin og fékk meistaraefni, var síðan annar besti rakki með íslenskt meistarastig og er þar með orðinn
ÍSLENSKUR Meistari
Tindur fékk exc. og var í 3.sæti í opnum flokki. Fallegi Kiaro fékk vg okkur til mikillar undrunar.
Perla var ein í flokki eins og vanalega og fékk ex, meistaraefni og íslenskt ungliðastig.
Zoe vann opna flokkinn og fékk meistaraefni, var síðan önnur besta tík með íslenskt meistarastig og vara alþjóðlegt.
Myrkva var í 2.sæti í opnum flokki og fékk meistarefni, hún var þriðja besta tík.
Inari og Denali fengu ex og Denali var í 3.sæti í opnum flokki.
Ræktunarhópur Múlaræktunar fékk heiðursverðlaun en ekki sæti í úrslitum
Zoe með þremur afkvæmum fékk heiðursverðlaun var 4. besti afkvæmahópur laugardagsins.

________________________________________________________________________________________________
besti-rakkibesta-tik

Afmæli í október

 

gotmjollog-berg

Gullin úr síðasta goti Mjallar og Bergs þau Askur,
Rökkva, Móses og Elvis urðu 6 ára 29.október
Innilegar hamingjuóskir til þeirra og eigenda þeirra

 

 

 

________________________________________________________________________________________________
Zoe hvolpar

 

Prinsessurnar hennar Zoe (og Atlasar) þær Máney,
Inari, Elding, Bína og Denali urðu tveggja ára 26.
október.
Innilegar hamingjuóskir til þeirra og eigenda þeirra

 
________________________________________________________________________________________________

Það voru fleiri afmæli í október en Atlasar:                                      IMG_0351
Leynigestirnir hennar Töru (og Atlasar) þau Gígur og
Myrkva urðu tveggja ára 24.október.
Innilegar hamingjuóskir til þeirra og eigenda þeirra

Kristari´s Atlas 5 ára

Atlas okkar varð 5 ára 22.október.  Hann verður hjá Snow          atlas
Dogs í Mývatnssveit í vetur, en við fórum í heimsókn þangað
og hittum hann á afmælisdaginn.  Við söknum hans mikið.
Hann er einstakur karakter, mikil kelirófa og skemmtilegur.
Alltaf í góðu skapi.  Svo er hann líka mjög góður sleðahundur
og hefur gefið okkur mörg gullfalleg afkvæmi.

Stórt skarð í hópinn okkar

aska-og-eldur

Í sumar misstum við tvo af okkar elstu og bestu hundum. Múla Aska dó eftir snörp veikindi 1. júní.
Heimskautanætur Eldur dó síðan einnig eftir mjög snörp veikindi 9. ágúst.
Eldurinn okkar var upphaf alls hjá Múlaræktun.  Einstakur ljúflingur sem heillaði alla sem kynntust honum.
Hann var vinsæll heimsóknarvinur hjá Rauða Krossinum og helsti göngufélagi Hjördísar.
Aska var dóttir Elds með sama ljúfa skapið.  Hún fylgdi Steina hvert sem hann fór og var einstök ræktunartík.
Við söknum þeirra beggja ólýsanlega, en erum þakklát fyrir öll árin með þeim.

Afmæli í ágúst og september

6.september varð 1. Múlagotið 10 ára  berg
Því miður eru aðeins tveir eftir úr því goti, höfðingjarnirprins
Prins og Berg
Við sendum Prins og eigendum hans innilegar afmælis-
kveðjur.  Berg er í góðu yfirlæti hér á Gunnlaugsstöðum.
Algjör snillingur.

 

 

 

 

_______________________________________________________________________________

5.september varð Perlan okkar 1 árs                                Photo:
Foreldrar hennar eru Múla Týr og
Bless Zoe for Star´n Nordica.
Hún er mikill gleðigjafi á Gunnlaugsstöðum

 

 

 

______________________________________________

29.ágúst átti rauða gengið hjá Snow Dogs 1 árs afmæliPhoto:
Þau eru undan Kristari´s Atlas og Múla Þrumu
Bestu afmælisóskir til Heklu, Kletts, Frosta, Vikurs,
Öskju og Kröflu og eigenda þeirra.

Gullin þeirra Töru og Atlasar hafa fengið nöfn


IMG_0529 IMG_0528 IMG_0523
1. Múla Frökk
2. Múla Steinn
3. Múla Þoka


———————————————————————————
IMG_0539 IMG_0571 IMG_0573
4. Múla Krumma
5. Múla Sól
6. Múla Elja

———————————————————————————————————–
Við óskum Sæma, Bergþóru og strákunum innilega til hamingju
með þessa flottu hvolpa.

Fyrsta got Ösku 7 ára í dag 28.júlí 2016

Það eru 7 ár síðan þessir gullmolar fæddust hvert fór eiginlega             afmælishvolpar
tíminn.  Við óskum Bruna, Móra, Ronju (Yazmine), Jökli,
Hrímu og Frosta og eigendum þeirra innilega til hamingju
með afmælið.
Minnumst hinna tveggja sem farin eru þ.e. Glóð og Funi.

Fyrsta got Töru og Atlas 3ja ára í dag

Þessi gull eru þriggja ára í dag, frá vinstri Ódn (Merlin), Fenrir, Karma, Duchess og Tindur
Innilegar hamingjuóskir til þeirra og eigenda þeirra frá hundum og mönnum hjá Múlaræktun

Ódn (Merlin)FenrirKarmaStarTindurDuchess


 

Got Múla Töru og Kristari´s Atlas 2016

Múla Tara átti 6 gullfallega hvolpa 13.júní 2016.                      IMG_0038
Fimm tíkur og einn rakki.  Hún stóð sig eins og hetja.
Móður og hvolpum heilsast vel.
Allir hvolpar lofaðir.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir