Múlahundar í Stafdal

Hjördís var ásamt huskyhundunum okkar 7 í Stafdal laugardaginn          
30.mars.  Í samvinnu við rekstraraðila þar var boðið upp á
að fólk gæti látið draga sig á skíðum.  Einnig fengu yngstu
börnin ferð á hundasleða.  Þetta tókst mjög vel og var biðröð
allan tímann sem við vorum þarna.
Við komum svo í kvöldfréttunum á RÚV þann daginn.
Við vorum svo ánægð með hvað hundarnir voru góðir
við alla og yfirvegaðir og höldum að þetta hafi verið hin
ágætasta skemmtun og góð kynning á tegundinni.
Enginn tími var fyrir myndatökur en þessi mynd var svo
tekin á annan í páskum á Fjarðarheiðinni þar sem nokkrir
útvaldir fengu að leika sér á sleða og skíðum

Comments are closed.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir