Archive for september, 2018
12 ár frá fyrsta goti Múlaræktunar
Í dag á þessi ofurtöffari 12 ára afmæli. Berg er
því miður eini sem er lifandi úr gotinu undan
Eldi og Rómu. Hann er frábær hundur, góður,
skemmtilegur og ótrúlega vanafastur. Hann
var mjög góður sleðahundur og gerði það gott
á sýningum þar til hann var geltur fyrir mörgum
vegna veikinda.
Við vonum að við fáum að njóta þessa snillings
í mörg ár ennþá.
Alþjóðleg HRFÍ sýning 26.ágúst 2018
26.ágúst var svo Alþjóðleg sýning. Allir Múla og
Fjallsins hundar fengu excellent nema Myrkva og Evo.
Bylur vann ungliða rakka, vann síðan ungliðana, fékk
sitt annað ungliðastig og er því orðinn ungliðameistari.
Hann var 4.besti rakki tegundar og vann síðar um daginn
besti ungliði sýningar, algjörlega frábær árangur.
Stormur 3.sæti ungliða. Gígur var 2. í meistarafl. ck. 3.
besti rakki með rec cacib. Evo var í 2.sæti í öldung Fífa
fékk ex og var í 3.sæti í ungliðum tíka og Sól ex og var í
4.sæti ungliðum tíka. Krumma vann opnaflokkin ck,
varð 3.besta tík með íslenskt meistarastig. Þoka var í
3.sæti í opnum. Þruma var í 2.sæti í meistaraflokki og
var síðan 2.besta tík. Zoe var í 4.sæti í meistaraflokki.
Á myndinni er Fjallsins Bylur með ræktanda og eiganda
Bergþóru, Kobrúnu Örnu sem sýndi hann í úrslitum og
Hjördísi sem sýndi hann í tegundinni báða dagana.
NKU Norðurlandasýning 25.ágúst 2018
Á laugardaginn var svo Norðurlandasýning HRFÍ,
þar fengu allir Múla og Fjallsins hundar excellent
nema Evo hann fékk vg. Fjallsins ræktun er ræktun
þeirra Bergþóru og Sæma hjá Snow Dogs.
Bylur vann ungliða, fékk ungliðastig, vann síðan rakkana
og fékk Norðurlandastig og Íslenskt meistarastig og varð
BOS. Stormur var í 2.sæti í ungliðum.
Kiaro var í 2.sæti í opnum ck, Gígur einn í meistaraflokki ck
og þriðji besti rakki tegundar. Sól var í 2.sæti í ungliðum ck
en ekki sæti í besta tík, Myrkva vann opna flokkinn, Þoka
í 2.sæti, Krumma í 4.sæti og Denali í 5.sæti. Þruma var í
3.sæti í meistaraflokki og Zoe í 4.sæti.
Á myndinni eru rakkarnir í verðlaunasætum.
Hvolpasýning HRFÍ 24.ágúst 2018
24.ágúst sl. var hvolpasýning og þar voru sýndir 11
hvolpar frá Múlaræktun í 3-6 mán. flokki.
Öllum Múlahvolpunum gékk vel og voru 7 af þeim
í verðlaunasætum. Múla Héla vann flokk tíka og
Múla Jaki rakkaflokkinn. Hann varð síðan 4. besti
hvolpur sýningar. Aldeilis frábær árangur og gaman
að svona margir hvolpaeigendur skyldu vera til í að
sýna gullin sín. Við óskum öllum til hamingju
með árangurinn.