Archive for ágúst, 2011
Ágústsýning HRFÍ
Múla Berg varð annar besti rakki tegundar og fékk meistaraefni, vara Cacib og mjög góðan dóm, Múla Bruni vann opna flokkinn, fékk sitt fyrsta íslandsmeistarastig og varð þriðji besti rakki tegundar. Múla Hríma varð önnur besta tík tegundar og fékk meistaraefni og Múla Aska fékk excellent og varð fjórða besta tík tegundar og mjög góða dóma. Múla Tara fékk heiðursverðlaun og góða umsögn og varð í 5. sæti í sínum flokki, Múla Þruma varð í fjórða sæti og fékk heiðursverðlaun og góða umsögn, Múla Eldur varð í 3.sæti í sínum flokki og fékk góða umsögn. Múla Rökkva fékk very good og varð í 2. sæti í sínum flokki. Múla Dakoda og Múla Freyja fengu very good, góðar umsagnir, en ekki sæti. Múla Elvis fékk good. Fæ vonandi einhverjar myndir frá sýningunni fljótlega
Róma 9 ára
Hundanámskeið hjá Alberti
Albert Steingrímsson kom austur og var með námskeið núna
12.- 14. ágúst. Góð mæting og mikill áhugi. Hundunum var
skipt í 3 hópa og við Tara vorum að sjálfsögðu í yngsta hópnum.
Frábært námskeið maður lærir alltaf eitthvað nýtt og nú bíðum við bara spennt eftir framhaldsnámskeiði.
Nokkrar myndir í hundamyndir 2011
Vel lukkað á Hrafnagili
Stjórn Norðurhunda bauð okkur að koma og kynna hundana
okkar á Handverkssýningunni á Hrafnagili 6. ágúst sl.
Þeir vöktu mikla athygli og það var gaman að geta sýnt fólki
fimm litaafbrigði og ólíka augnliti.
Ekki spillti fyrir hvað börnin höfðu gaman af að fá smá túr
í Sacco vagninum. Fullt af myndum á myndasíðunni.
Takk stjórn Norðurhunda fyrir að bjóða okkur að koma.