Archive for maí, 2017

5 ára afmæli 27.maí 2017

afmælishópur
Þessi flotti hópur – síðasta gotið hennar Ösku okkar,
átti 5 ára afmæli í gær. Við óskum Kolku, Móru,
Frigg, Sögu, Akva og Kiaro og eigendum þeirra innilega
til hamingju með afmælið.
Tvær af þessum elskum búa erlendis, í Finnlandi og Litháen.

Zoe 5 ára 19. apríl 2017

034
Þessi fallega prinsessa okkar, Bless Zoe for Star´n
Nordica var 5 ára 19. apríl sl.  Hún er mikil drottning
og nýtur þess að kúra inni hjá okkur, en hún er líka
mjög duglegur sleðahundur.
Zoe varð íslenskur meistari á síðustu febrúarsýningu

Got Rómu og Storms 9 ára

hvolpar apríl 2009 1203
24.mars sl. urðu hvolpar Rómu og Storms 9 ára
Við óskum Garra, Goða og Alösku og eigendum
þeirra til hamingju með afmælið.
Kári dó á fyrsta ári og hin tvö Fönn og Torres
eru líka dáin.
Garri var sýndur í öldungaflokki í febrúar og stóð
sig með mikilli prýði.

Afmæli fyrra gots Ösku og Kanucks í mars

afmæli29.mars
Þann 29. mars urðu hvolparnir úr fyrra goti Ösku og Kanuck
6 ára.  Við óskum Töru, Þrumu, Eldi og Löru Croft til hamingju
með afmælið. Við eigum Töru og Þrumu, Sæmi og Bergþóra
eiga Eld og þessi þrjú hafa verið í vinnu á Heiði undanfarna 2
vetur.  Askja dó í slysi 4ra mánaða,
Tara var fyrsti hvolpurinn sem við héldum eftir úr goti hjá
okkur og Þruma kom aftur tæplega eins árs.

Afmæli í mars 2017

hvolpar mars 09 446

Við höfum verið afar ódugleg að setja inn á síðuna í vetur og
vor en ætlum að bæta úr þessu. Byrjum á að setja inn þau
afmæli sem hafa verið síðan síðast.

20.mars sl. urðu hvolparnir úr síðasta gotinu hennar  Rómu
okkar 8 ára öldungar.  Allir á lífi, sem er ekki sjálfgefið og
allir á góðum heimilum.
Síðbúnar hamingjuóskir til Gæfu, Golu, Freyju, Ivans, Æsis
og Kodu og eigenda þeirra.
Væri gaman að sjá einhverja úr þessu goti í öldungaflokki
á sýningu.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir