Archive for maí, 2011

Siberian husky hvolpar

Nú er aðeins þessi fallega gráa tík eftir úr gotinu hennar             
Ösku og hans Kanucks.  Hún er með annað augað blátt
og hitt hálft brúnt og hálft blátt.  Hvolparnir verða tilbúnir
til afhendingar 25. maí.

Múla Þruma

Þá er komin ný Múla Þruma.  Við óskum Rafni innilega          
til hamingju með hana og vonum að hún verði honum
til ánægju og yndisauka.

Husky hvolpar til sölu á góð heimili

Þessar fallegu tíkur eru falar á góð heimili, tilbúnar til afhendingar í næstu viku
Rauða tíkin er með annað augað blátt og  hitt líklega gult.  Gráa tíkin verður með annað augað blátt og hitt hálft brúnt.

Múla Askja

Í dag fékk ljósari gráa tíkin nafn, Múla Askja.                    
Við óskum Sigrúnu, Hreiðari og börnum
innilega til hamingju með þessa fallegu tík.

Múla Eldur!!!

Þá er kominn Eldur jr.  Við kynnum Múla Eld og                              
óskum Björgvini, Elsu og fjölskyldu innilega til
hamingju með hann

Hvolpaskottin 5 vikna í dag

Í dag urðu hvolparnir 5 vikna – hvað tíminn hefur liðið hratt 
Þau dafna vel og eru afar skemmtileg.
Enn eru hvolpar til sölu úr þessu fallega goti.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir