Archive for maí, 2013

Husky hvolpar væntanlegir ca 10. júlí 2013

Öll got hjá Múlaræktun uppfylla ræktunarkröfur HRFÍ og Huskydeildar

Öll got hjá Múlaræktun uppfylla ræktunarkröfur HRFÍ og Huskydeildar

Got nr. 9 eins árs

Síðasta got Múla Ösku er eins árs í dag.
Við óskum Kolku, Móru, Frigg, Sögu, Akva077 og Ice Kiaro og eigendum þeirra til hamingju með daginn.
Hér er Aska með gullin sín alveg ný.

Skemmtileg heimsókn á Gunnlaugsstöðum

045Fimm strákar úr Svalbarðsskóla í Þistilfirði
komu í heimsókn til okkar 2. maí
Þeir voru hér á Héraði í skólaferðalagi og
hafði skólastjórinn verið í sambandi við
okkur fyrir nokkru og spurt hvort þeir
mættu kíkja hingað.  Strákarnir vissu ekki
að þeir væru að fara að heimsækja husky
hunda og við vonum að þeir hafi haft
ánægju af heimsókninni.
Nokkrar myndir í „hundamyndir 2013“

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir