Archive for september, 2013
Leitað að kindum
Í dag voru þrír Múlahundar að leita að kindum í fönn
Eldur fór með Hjördísi á Jökuldalsheiði, Berg með Lilju
og Þruma með Stefáni á Fljótsdalsheiði.
Það gékk ekki eins vel og í gær því miður.
En áfram sönnuðu þau hæfni sína til að leita að kindum
sem grafnar eru í fönn.
Hér eru Hjördís og Eldur að leggja í hann á
Jökuldalsheiðina í morgun, Eldur ekki hrifinn af
sexhjólinu.
Í gær var skemmtileg frétt um þetta ævintýri okkar á
mbl.is
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/24/husky_hundarnir_standa_sig_vel/
Múlahundar leita að fé í fönn
Á föstudaginn fór Hjördís ásamt fleirum með Múla Berg og Múla Þrumu
til að leita að fé sem talið var að hefði fennt á Fljótsdalsheiði
Í dag, sunnudag fór Hjördís síðan með Berg á Jökuldalsheiði
Hundarnir stóðu sig með mikilli prýði og erum við afar stolt
af þeim.
Frábært þegar hægt er að nota galla husky til góðs.
Huskyhvolpar Töru og Atlasar
Múla Merlin
Múla Star
Zita efnileg í hundafimi
Smellið á linkinn og sjáið hvað Zita er klár: zita i hundafimi
Hér annað myndskeið af þessari dúllu zitahundafimi
Hvolparnir í læknisheimsókn
Í dag voru hvolparnir heilsufarsskoðaðir, örmerktir, bólusettir og
fengu ormalyf. Læknirinn sagði að þeir væru allir fullkomnir
og í góðu jafnvægi.
Við þurftum því að gefa óseldu hvolpunum tveimur nöfn
og fékk daman nafnið Múla Zita og gaurinn heitir Múla Fenrir.
Við hjá Múlaræktun höfum alltaf leyft fólki að ráða nafni á
hvolpunum.
Hér er mynd af Múla Merlin að lokinni læknisskoðun
ótrúlega vígalegur