Archive for nóvember, 2014

Múla Magic Moon Over „Denali“

Þessi fallega stelpa undan Zoe og Atlas heitir:
Múla Magic Moon over Denali,  IMG_0744verður kölluð Denali.
Við óskum Jill, Magnúsi, Erlend, Kristjáni, Nanouq,
Kiaro og Tind til hamingju með viðbótina við fjölskylduna.
Það verður fjör á þeim bæ 
Takk fyrir að velja Múla enn og aftur

Múla Gígur

Þessi falllegi rakki undan Múla Töru og Kristari´s Atlas hefur fengið                        IMG_0120
nafnið Múla Gígur.
Víð óskum Þórdísi Rún og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með
þennan gullmola

 

Múla Hríma 3.stigahæsti hundur HRFÍ 2014

Múla Hríma var stigahæsti Siberian husky  og                                       hríma
3. stigahæsti hundur ársins hjá Hrfí 2014
Hún var besti hundur sýningar í febrúar 2014
Hún varð einnig fyrsti íslandsræktaði Siberian
husky til að verða alþjóðlegur meistari.
Frábært ár hjá þeim stöllum Olgu og Hrímu
Til hamingju með velgengnina 2014 Olga og Halli.

Heimskautanætur Eldur 11 ára

Kóngurinn okkar hann Eldur er 11 ára í dag.                                                                                 Eldur
Hann er einstakur hundur, fallegur, heilsuhraustur, geðgóður,
ljúflingur sem alla heillar.
Hann hefur verið Rauðakross hundur, bjargað kindum úr
fönn, keppt á hundasleðamótum og rústað sýningum, en
umfram allt er hann yndislegur heimilishundur og vinur.
Skemmtilegasta sem Eldur gerir er að fara í gönguferðir
með Hjördísi
Hér er mynd af þeim frá því í sumar í einni slíkri.

Husky hvolpar til sölu


IMG_0351 IMG_0328
Gullfallegir hreinræktaðir huskyhvolpar eru til sölu á góð heimili.  Þeir verða 8 vikna rétt fyrir jól.
Nánari upplýsingar um bæði gotin eru í „got“ hér á síðunni.  Einnig er fullt af myndum af þeim í albúmum gotanna.

 

Nóvembersýning 2014

Vorum á hundasýningu um helgina í Reykjavík.                                                                                             IMG_0709
Múla stjarna þessarar sýningar var hún Múla Kría,
sem varð besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða og
3. besti hvolpur sýningar.
Frábært takk Rabbi minn fyrir að taka hana að þér.
Múla Ice White Thunder „Tindur“ fékk vg í unghundum.
Múla Ice Kiaro fékk exc. í opnum en ekki sæti,
Kristari´s Atlas fékk exc. og meistaraefni og 3.sæti í
opnum flokki og 4. besti rakki. Fékk rosa flotta dóma.
Múla Þruma fékk exc. og meistaraefni og 4.sæti í opnum
flokki og mjög góða dóma en ekki sæti í úrslitum.
Múla Hríma fékk exc. og meistaraefni og vann meistaraflokk
og varð síðan 2. besta tík á eftir dóttur sinni henni Valkyrju.
Fyrsta skipti í meira en ár sem Hríma vann ekki tíkurnar

Hvolpar á Gunnlaugsstöðum

Við erum með 7 hvolpa á Gunnlaugsstöðum og sumir þeirra                         IMG_0377
eru að leita að góðu heimili.
Áhugasamir hafi samband í síma 557 7241 eða 899 0241
eða í icelandichusky@gmail.com

Myndir í albúmum gotanna í myndir hér á síðunni

Myndin er af Töru ofurmömmu að sinna hvolpi

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir