Archive for nóvember, 2010

Múla Elvis

Þriðji hvolpurinn hjá okkur hefur fengið nafnið Múla Elvis.                  
Við óskum Karítas og Herbert innilega til hamingju með prinsinn

Múla Móses

Búið að velja fyrsta rakkann í gotinu.                                                       
Hann heitir Múla Móses.
Við óskum Sigrúnu og Halldóri innilega til hamingju með hann

Haustsýning HRFÍ

Múla Hríma var Múla sigurvegari þessarar sýningar.
Hún vann unghundaflokkinn og var síðan  2. besta tík tegundar. 
Hún fékk íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.  Ekki amalegt hjá 16 mánaða tík.
Múla Berg, Múla Rökkvi og Múla Glóð fengu einnig excellent.
Múla Aska, Múla Dakoda, Múla Ísabella Ýr og Múla Funi fengu very good og góðar umsagnir.  
Eldkristals Gull gotið undan Berg fékk góða umsögn.  
                                           

Sannkölluð hundahelgi í Reykjavík

Mætti á frábæran aðalfund hjá Sleðahundaklúbb Íslands á laugardeginum
Seinna um daginn var skemmtilegur hittingur með Heimskauta Vetrar Vindi
og fimm af afkvæmum hans og Rómu.
Nokkrir Múlahundar fóru í augnskoðun og komu vel út.

Haustsýning HRFÍ

Erum að fara á haustsýningu  
HRFÍ með Berg, Ösku og Esju.
Husky verður sýndur á
sunnudagsmorguninn frá kl. 9

Eldkristals Gull Esja

Nýr fjölskyldumeðlimur á Gunnlaugsstöðum                 
er hún Eldkristals Gull Esja.  Esja er undan
Múla Berg og Hulduheims Eld Gyðju.
Bára ætlar reyndar að passa hana fyrir
okkur þar til Steini kemur frá útlöndum
í febrúar.  Við erum voða ánægð með
þessa fallegu prinsessu.

Múla Rökkva

Fyrsti hvolpurinn búinn að fá nafn, Múla Rökkva 
Til hamingju með hana Olga og Halli, hún er algjör
dúlla.

Hvolparnir

Hvolpagullin orðin 2ja vikna og búin að opna augun sín.
Hugsanlega einum rakka óráðstafað úr gotinu.

Múla Blanco Islandus Danskur Meistari

Múla Blanco Islandus varð danskur meistari á sýningu í Herning um helgina.  
Við erum að sjálfsögðu afar  stolt af honum og óskum Kollu og Sigga til hamingju með frábæran árangur.

Hvolparnir viku gamlir

Hvolparnir eru orðnir vikugamlir og blása út   
Þeir hafa flestir tvöfaldað fæðingarþyngd sína

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir