Archive for mars, 2021

Afmæli í mars

29.mars sl. urðu þessar fallegur tíkur, Tara og Þruma          089
10 ára ásamt bróður sínum honum Eldi jr.
Tara hefur búið hjá okkur frá fæðingu og er yndisleg
tík, frábær ræktunartík og ótrúlega góður forystuhundur.
Þruma flutti frá okkur sem hvolpur og kom heim á 2.ári.
Hún flutti síðan til Reykjavíkur til Báru og Más í fyrra
Hún er skemmtileg og klár og ég sakna hennar mikið.
Til hamingju með afmælið Tara, Þruma og Eldur JR:

_____________________________________________________________

Þann 20.mars sl. voru 11 ár síðan gotið undan                  hvolpar mars 09 446
Rómu og Vindi fæddist.
Ég óska Gæfu, Æsi og Kodu og eigendum þeirra
innilega til hamingju með afmælið.
Sendi eigendum Golu, Freyju og Ivans knús, en
þau dóu öll á árinu 2020.

 

 

______________________________________________________________
24.mars 2021
Í dag á elsti Múlahundurinn 13 ára afmæli      Garri 13 ára
Hann býr á Spáni með eigendum sínum.
Garri er undan Rómu og Stormi
Innilegar hamingjuóskir með fallega Garra
ykkar Ólína og Bjössi.
Knús yfir hafið frá mér.

Myndin er tekin þegar Garri valdi Ólínu

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir