Vorið  2010 fór Hjördís á World Dog Show í Danmörku, aðallega til að fylgjast með Múla Blanco Islandus sem var sýndur þar.  Kolla og Hjördís voru með Doru og fjölskyldu frá Nordica í Ungverjalandi í sumarbústað og þar kynntumst við fyrst ICH, HCH, HGRCH, SHCH, ÖCH VANNABE OF NORDICA.  Strax eftir að Hjördís kom heim ákváðum við að panta rakka undan Vannabe.  Þar sem að got undan henni dróst á langinn ákváðum við haustið 2011 að kaupa Kristari´s Atlas.  Við vorum áfram á lista hjá Nordica en nú fyrir tík.  Loksins fæddist tíkin okkar á afmælisdegi Hjördísar 19.apríl 2012.  Við erum Doru óendanlega þakklát fyrir að hafa valið okkur sem eigendur að þessum gullmola.  Nordicaræktunin er þekkt um alla Evrópu og hefur verið stighæsta huskyræktunin í Ungverjalandi til margra ára.

Zoe kom til okkar á Gunnlaugsstaðir 7. Desember 2012.  Hún er mjög falleg og skemmtileg tík.  Hún er ákveðin og lúffar ekki fyrir ungu tíkunum hér, en það á vonandi eftir að komast jafnvægi á röðunina.  Hún ber samt virðingu fyrir Ösku og rökkunum.
Það verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni og við væntum mikils af henni.
Hún er frábær viðbót við Múlaræktun og það verður gaman að koma með nýtt blóð í ræktunina.
Zoe er með hrein augu og A mjaðmir.

Sýningarárangur:
23.02.13: Ungliðaflokkur: Excellent, 1.sæti, meistaraefni
26.05.13: Ungliðaflokkur: Excellent, 2.sæti, meistaraefni
16.11.13:  Unghundaflokkur: Excellent, 1.sæti, meistaraefni
22.02.14: Unghundaflokkur: Excellent, 3.sæti, meistaraefni
júní ´14: Opinn flokkur: Excellent og ekki sæti
júní ´14: Opinn flokkur: Excellent, ck, vann opna flokkinn en ekki sæti í besta tík
sept. ´14: Opinn flokkur: Excellent, ck, vann opna flokkinn, 3.besta tík með CAC og rec Cacib
maí ´15: Opinn flokkur: Very good
maí ´15: Opinn flokkur: Excellent ekki sæti
febr.´16: Opinn flokkur: Excellent ekki sæti
apríl ´16: Opinn flokkur: Excellent ekki sæti (deildarsýning)
sept.´16: Opinn flokkur: Excellent, ck, 2.sæti í opnum og 4.besta tík
nóv.´16: Opinn flokkur: Excellent, ck, vann opna flokkinn, 2.besta tík með CAC
mars ´17: Opinn flokkur: Excellent, ck, vann opna flokkinn, 3.besta tík með CAC
júní ´17: Meistararflokkur: Excellent 2.sæti í meistaraflokki
júní ´17: Meistaraflokkur: Excellent ck, 2.sæti í meistaraflokki, 2.besta tík með rec Cacib
ágúst ´18: Meistaraflokkur: Excellent, 4.sæti í meistaraflokki
ágúst ´18: Meistaraflokkur: Excellent, 4.sæti í meistaraflokki

Got:
26.10.14: faðir Kristari´s Atlas, 5 tíkur
05.09.15: faðir Múla Týr, 1 hvít tík (Perla) og grár rakki sem lést 3 vikna.