Archive for mars, 2017

Múlahundur ársins 2016

Eins og margir vita höfum við Steini verðlaunað stigahæsta                               IMG_0227
Múlahund ársins sl 5 ár. Hundarnir fá stig fyrir alls konar
vinnu og árangur á sýningu.
Árið 2016 hlutu 25 Múlahundar stig.
5 efstu voru: Tindur, Rökkva, Kiaro, Fenrir og Hríma
Hér er ég að afhenda Tind og eigendum hans Jill og Magnúsi
Múlabikarinn fyrir 2016. Innilegar hamingjuóskir Jill Anette
Syrstad og Magnús Ágúst Sigurðsson

Nýr íslenskur meistari

Bless Zoe for Star´n Nordica varð Íslenskur meistari                   IMG_2806
á Mars sýningu HRFÍ. Við erum afar ánæg með það.
Fáir Múlahundar sýndir, en fengu allir excellent.
Gígur var 3. í meistaraflokki, Garri 2. í öldungaflokki,
Perla ein í flokki eins og vanalega. Zoe vann opna
flokkinn og varð svo 3.besta tík.  Myrva var í 2. sæti
í opnum flokki.
Ræktunarhópur með Gíg, Myrkvu og Perlu fékk
excellent en ekki áfram.

8 ára afmæli í dag

Þessir fallegu rakkar undan Múla Berg og Rökkvi og Týr
Mystic Mjöll eiga 8 ára afmæli í dag.
Við óskum Rökva og Tý og eigendum
þeirra innilega til hamingju með daginn.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir