Archive for maí, 2014

Múla Kría

Kría verður 4ra vikna á morgun.  Allir hundarnir eru                 IMG_0580
voða hrifnir af henni og Tara notar hvert tækifæri til
að snuddast í henni þegar Þruma fer út.

Síðasta got Ösku 2ja ára

Þessi fallegi hópur er tveggja ára í dag.                                        afmælishópur
Við óskum Kolku, Móru, Frigg, Sögu, Akva og
Ice Kiaro og eigendum þeirra innilega til hamingju
með daginn og treystum á að það hafi verið
dekrað við þau.

Stuð á Sacco vagninum

Í dag vorum við að leika okkur á Sacco vagninum og prófuðum       IMG_0486
í fyrsta skipti að setja 4 hunda fyrir hann.

Týr og allir okkar hundar nema Þruma drógu vagninn
gékk misvel en var afar skemmtilegt.
Hér er mynd af Klöru með Eld, Tý, Töru og Ösku.

Múla Kría

Prinsessan hennar Þrumu hefur fengið nafnið Kría.                               IMG_0403
Við óskum Ernu Soffíu, Finnboga og Einari Karli
innilega til hamingju með hana.  Við erum sannfærð
um að hún mun verða þeim til mikillar ánægju

Prinsessan á Gunnlaugsstöðum

Tíkin hennar Þrumu dafnar vel og í dag var hún orðin rúmt kíló.                        045
Hún var 310 gr. fædd.  Hún opnaði augun í dag.
Fullt af myndum í albúmi gotsins á myndasíðunni.

Gotið hennar Þrumu

Kl. 00.05 þann 2. maí átti Þruma einn hvolp – rauða tík                          203
Þó hún væri pen þá reiknuðum við að sjálfsögðu með fleiri
hvolpum. Þessi litla dama mun sjáfsagt verða spillt af
eftirlæti af mönnum og hundum.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir