Archive for janúar, 2016

Múlahundur ársins 2015

Árið 2015 fengu fleiri Múla hundar stig en nokkurn tíma áður eða 24 hundar.hrima með alla bikarana sína

Að þessu sinni er Múla Hríma hæst með 48 stig.
Þetta er í þriðja skipti sem Hríma er stigahæst.
Hún hefur tekið þátt í öllum sýningum ársins
nema einni og öllum keppnum Sleðahundaklúbbsins
og Icehuskymótinu. Við óskum Olgu og Halla innilega
til hamingu með Hrímu sína.
Múla Gígur var í 2. sæti frábær árangur hjá svona
ungum hundi. Næstur var Múla Ice White Thunder
„Tindur“, í 4. sæti var Múla Ice Kiaroog í 5. og 6. sæti
voru þeir jafnir Múla Týr og Múla Fenrir.
Við óskum öllum eigendum til hamingju með
árangurinn og vonumst til að sjá ykkur sem flest á
nýju ári í Keppnum og á sýningum.
Við hvetjum Múlahundaeigendur sérstaklega til að taka
þátt í deildarsýningu Huskydeildarinnar 9. Apríl 2016

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir