Stórt skarð í hópinn okkar
Í sumar misstum við tvo af okkar elstu og bestu hundum. Múla Aska dó eftir snörp veikindi 1. júní.
Heimskautanætur Eldur dó síðan einnig eftir mjög snörp veikindi 9. ágúst.
Eldurinn okkar var upphaf alls hjá Múlaræktun. Einstakur ljúflingur sem heillaði alla sem kynntust honum.
Hann var vinsæll heimsóknarvinur hjá Rauða Krossinum og helsti göngufélagi Hjördísar.
Aska var dóttir Elds með sama ljúfa skapið. Hún fylgdi Steina hvert sem hann fór og var einstök ræktunartík.
Við söknum þeirra beggja ólýsanlega, en erum þakklát fyrir öll árin með þeim.
Afmæli í ágúst og september
6.september varð 1. Múlagotið 10 ára
Því miður eru aðeins tveir eftir úr því goti, höfðingjarnir
Prins og Berg
Við sendum Prins og eigendum hans innilegar afmælis-
kveðjur. Berg er í góðu yfirlæti hér á Gunnlaugsstöðum.
Algjör snillingur.
_______________________________________________________________________________
5.september varð Perlan okkar 1 árs
Foreldrar hennar eru Múla Týr og
Bless Zoe for Star´n Nordica.
Hún er mikill gleðigjafi á Gunnlaugsstöðum
______________________________________________
29.ágúst átti rauða gengið hjá Snow Dogs 1 árs afmæli
Þau eru undan Kristari´s Atlas og Múla Þrumu
Bestu afmælisóskir til Heklu, Kletts, Frosta, Vikurs,
Öskju og Kröflu og eigenda þeirra.
Gullin þeirra Töru og Atlasar hafa fengið nöfn
Fyrsta got Ösku 7 ára í dag 28.júlí 2016
Fyrsta got Töru og Atlas 3ja ára í dag
Got Múla Töru og Kristari´s Atlas 2016
Sex ættliðir huskyhunda
Á deildarsýningu Huskydeildarinnar mætti elsti huskyhundur
á Íslandi – meistari Latino. Við notuðum þetta einstaka
tækifæri til að taka myndir af 6 ættliðum. Hundar frá vinstri:
CIB/ISCH Ankalyn Mascalzonelatino (Latino),
ISCH Heimskautanætur Eldur, Múla Aska, CIB/ISCH/RW-14
Múla Hríma, Valkyrju Þrymur, Valkyrju Krapi
Deildarsýning hjá Huskydeildinni 9. mars 2016
Frábær deildarsýning þar sem Donna Beckman reynslubolti
frá USA dæmdi hundana okkar.
19 af 20 Múlahundum fengu excellent.
Perla var besti hvolpur og fékk heiðursverðlaun.
Gígur var 2. í unghundum með ck. Kiaro nr. 1, Tindur nr.2
og Atlas nr. 3 í opnum flokki allir með ck
Kiaro varð síðan 2.besti rakkinn
Bína, Inari, Máney og Myrkva voru í 2.-5 sæti í unghundum
3 með ck. Tara vann opna flokkin með ck og varð 3.besta tík
Hríma 2. besta tík í meistaraflokki með ck.
Aska var besti öldungur sýningar og 2.besta tík með CAC
Geldingaflokkur: Berg nr. 1 og Eldur nr. 2
Tara og Atlas 3. best par.
Tara með fimm afkvæmi besti afkvæmahópur sýningar
Aska, Kiaro, Hríma, Tara og Þruma besti ræktunarhópur
sýningar. Þvílik sýning. Algjör Múladagur.
Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Ísl á Mývatni 2016
Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið
á Mývatni 11.-13.mars sl.
Múlahundum gékk vel eins og vanalega á þessu móti
og voru í verðlaunasætum í flestum greinum.
Hér er Sæmi að leggja upp í 15 km sleðakeppni með
4-6 hunda
Hundarnir eru Atlas, Eldur jr., Elvis, Máney og Tara.
Myndir frá mótinu í „myndir“ hér á síðunni