Got Rómu og Storms 9 ára
Afmæli fyrra gots Ösku og Kanucks í mars
Þann 29. mars urðu hvolparnir úr fyrra goti Ösku og Kanuck
6 ára. Við óskum Töru, Þrumu, Eldi og Löru Croft til hamingju
með afmælið. Við eigum Töru og Þrumu, Sæmi og Bergþóra
eiga Eld og þessi þrjú hafa verið í vinnu á Heiði undanfarna 2
vetur. Askja dó í slysi 4ra mánaða,
Tara var fyrsti hvolpurinn sem við héldum eftir úr goti hjá
okkur og Þruma kom aftur tæplega eins árs.
Afmæli í mars 2017
Við höfum verið afar ódugleg að setja inn á síðuna í vetur og
vor en ætlum að bæta úr þessu. Byrjum á að setja inn þau
afmæli sem hafa verið síðan síðast.
20.mars sl. urðu hvolparnir úr síðasta gotinu hennar Rómu
okkar 8 ára öldungar. Allir á lífi, sem er ekki sjálfgefið og
allir á góðum heimilum.
Síðbúnar hamingjuóskir til Gæfu, Golu, Freyju, Ivans, Æsis
og Kodu og eigenda þeirra.
Væri gaman að sjá einhverja úr þessu goti í öldungaflokki
á sýningu.
Múlahundur ársins 2016
Eins og margir vita höfum við Steini verðlaunað stigahæsta
Múlahund ársins sl 5 ár. Hundarnir fá stig fyrir alls konar
vinnu og árangur á sýningu.
Árið 2016 hlutu 25 Múlahundar stig.
5 efstu voru: Tindur, Rökkva, Kiaro, Fenrir og Hríma
Hér er ég að afhenda Tind og eigendum hans Jill og Magnúsi
Múlabikarinn fyrir 2016. Innilegar hamingjuóskir Jill Anette
Syrstad og Magnús Ágúst Sigurðsson
Nýr íslenskur meistari
Bless Zoe for Star´n Nordica varð Íslenskur meistari
á Mars sýningu HRFÍ. Við erum afar ánæg með það.
Fáir Múlahundar sýndir, en fengu allir excellent.
Gígur var 3. í meistaraflokki, Garri 2. í öldungaflokki,
Perla ein í flokki eins og vanalega. Zoe vann opna
flokkinn og varð svo 3.besta tík. Myrva var í 2. sæti
í opnum flokki.
Ræktunarhópur með Gíg, Myrkvu og Perlu fékk
excellent en ekki áfram.
8 ára afmæli í dag
Múlaræktun stighæsta huskyræktun 2016
Birtur hefur verið listi yfir stigahæstu ræktendu
og hunda Huskydeildar.
Múlaræktun er stigahæsta ræktunin,
Múla Aska stigahæsti öldungurinn
Múla Perla stigahæsti hvolpurinn
Múla Gígur í 5. sæti yfir stigahæstu hunda.
Árið var viðburðaríkt, en deildarsýning Huskydeildar
stendur upp úr og vorum við alveg í skýjunum með
árangurinn þar.
Nóvembersýning HRFÍ
Múlahundum gékk flestum vel á nóvembersýningu HRFÍ
Gígur vann opnaflokkin og fékk meistaraefni, var síðan annar besti rakki með íslenskt meistarastig og er þar með orðinn
ÍSLENSKUR Meistari
Tindur fékk exc. og var í 3.sæti í opnum flokki. Fallegi Kiaro fékk vg okkur til mikillar undrunar.
Perla var ein í flokki eins og vanalega og fékk ex, meistaraefni og íslenskt ungliðastig.
Zoe vann opna flokkinn og fékk meistaraefni, var síðan önnur besta tík með íslenskt meistarastig og vara alþjóðlegt.
Myrkva var í 2.sæti í opnum flokki og fékk meistarefni, hún var þriðja besta tík.
Inari og Denali fengu ex og Denali var í 3.sæti í opnum flokki.
Ræktunarhópur Múlaræktunar fékk heiðursverðlaun en ekki sæti í úrslitum
Zoe með þremur afkvæmum fékk heiðursverðlaun var 4. besti afkvæmahópur laugardagsins.
________________________________________________________________________________________________
Afmæli í október
Gullin úr síðasta goti Mjallar og Bergs þau Askur,
Rökkva, Móses og Elvis urðu 6 ára 29.október
Innilegar hamingjuóskir til þeirra og eigenda þeirra
________________________________________________________________________________________________
Prinsessurnar hennar Zoe (og Atlasar) þær Máney,
Inari, Elding, Bína og Denali urðu tveggja ára 26.
október.
Innilegar hamingjuóskir til þeirra og eigenda þeirra
________________________________________________________________________________________________
Það voru fleiri afmæli í október en Atlasar:
Leynigestirnir hennar Töru (og Atlasar) þau Gígur og
Myrkva urðu tveggja ára 24.október.
Innilegar hamingjuóskir til þeirra og eigenda þeirra
Kristari´s Atlas 5 ára
Atlas okkar varð 5 ára 22.október. Hann verður hjá Snow
Dogs í Mývatnssveit í vetur, en við fórum í heimsókn þangað
og hittum hann á afmælisdaginn. Við söknum hans mikið.
Hann er einstakur karakter, mikil kelirófa og skemmtilegur.
Alltaf í góðu skapi. Svo er hann líka mjög góður sleðahundur
og hefur gefið okkur mörg gullfalleg afkvæmi.