Got Romu og Vinds 7 ára
Múla Rökkvi og Múla Týr 7 ára
Múlahundur ársins 2015
Árið 2015 fengu fleiri Múla hundar stig en nokkurn tíma áður eða 24 hundar.
Að þessu sinni er Múla Hríma hæst með 48 stig.
Þetta er í þriðja skipti sem Hríma er stigahæst.
Hún hefur tekið þátt í öllum sýningum ársins
nema einni og öllum keppnum Sleðahundaklúbbsins
og Icehuskymótinu. Við óskum Olgu og Halla innilega
til hamingu með Hrímu sína.
Múla Gígur var í 2. sæti frábær árangur hjá svona
ungum hundi. Næstur var Múla Ice White Thunder
„Tindur“, í 4. sæti var Múla Ice Kiaroog í 5. og 6. sæti
voru þeir jafnir Múla Týr og Múla Fenrir.
Við óskum öllum eigendum til hamingju með
árangurinn og vonumst til að sjá ykkur sem flest á
nýju ári í Keppnum og á sýningum.
Við hvetjum Múlahundaeigendur sérstaklega til að taka
þátt í deildarsýningu Huskydeildarinnar 9. Apríl 2016
Jólakveðja frá Múlaræktun
Við óskum öllum Múlahundaeigendum og öðrum vinum
og velunnurum gleðilegra jóla. Sjáumst hress á nýju ári.
Kóngurinn 12 ára í dag
Heimskauta Nætur Eldur er 12 ára í dag. Hann var upphafið
að Múlaræktun – ættarhöfðinginn. Eldur er einstakur hundur.
Svo dæmalaust góður og mikill félagi og elskar börn.
Við erum endalaust þakklát fyrir hvern dag sem við fáum að
hafa hann hjá okkur svona hraustan, góðan og fallegan.
Vonum að hann eigi mörg góð eftir hjá okkur.
Þessi mynd var tekin í dag í góða veðrinu á Gunnlaugsstöðum.
Nóvembersýning HRFÍ
Það voru aðeins fjórir Múlahundar sýndir um síðustu helgi,
og þeim gékk öllum vel.
Múla Gígur fékk excellent, vann ungliðana, fékk meistaraefni
og var 3.besti rakki tegundar, með íslenskt meistarastig,
Múla Myrkva fékk excellent, og varð í 2.sæti í ungliðum og
fékk meistarefni, en ekki sæti í besta tík.
Múla Jakobína Þöll, fékk excellent, vann ungliðana, fékk
meistaraefni og var 4. besta tík tegundar
Múla Hríma fékk excellent, meistaraefni, og var 3.besta tík
Múlarækun fór síðan með Myrkvu, Gíg og Bínu í ræktunarhóp
og unnu husky-inn og urðu síðan 3.besti ræktunarhópur
dagsins, öll tæplega 13 mánaða.
Eins árs afmæli hvolpa Atlasar og Zoe
Eins árs afmæli
Septembersýning HRFÍ
Múlahundum gékk vel á sýningunni um helgina:
Gígur exellent, meistaraefni, vann sinn flokk en ekki
sæti í besti rakki. Góðir dómar
Kiaro excellent, góðir dómar
Myrkva vg. en góða dóma
Denali excellent, meistaraefni, 4.besta tík
Tara excellent, góðir dómar
Hríma Múlastjarnan eins og oft áður
Hún fékk excellent, vann meistaraflokk,
besta tík, besti hundur tegundar og 4. sæti
í grúbbunni.
Múlaræktun heiðursverðlaun 2.sæti
Kanuck með afkvæmi 4.besti afkvæmahópur
sýningar. Til hamingju öll sömul.