Ágústsýning HRFÍ

Múla Berg varð annar besti rakki tegundar og fékk meistaraefni, vara Cacib og mjög góðan dóm, Múla Bruni vann opna flokkinn, fékk sitt fyrsta íslandsmeistarastig og varð þriðji besti rakki tegundar.  Múla Hríma varð önnur besta tík tegundar og fékk meistaraefni og Múla Aska fékk excellent og varð fjórða besta tík tegundar og mjög góða dóma.  Múla Tara fékk heiðursverðlaun og góða umsögn og varð í 5. sæti í sínum flokki, Múla Þruma varð í fjórða sæti og fékk heiðursverðlaun og góða umsögn, Múla Eldur varð í 3.sæti í sínum flokki og fékk góða umsögn. Múla Rökkva fékk very good og varð í 2. sæti í sínum flokki.  Múla Dakoda og Múla Freyja fengu very good, góðar umsagnir, en ekki sæti. Múla Elvis fékk good.  Fæ vonandi einhverjar myndir frá sýningunni fljótlega

Róma 9 ára

Drottningin okkar hún Róma varð 9 ára 21. ágúst sl.  
Ótrúlegt hvað tíminn hefur flogið áfram.
Við getum seint fullþakkað Lisu hjá Shapali fyrir að
hafa ákveðið að láta okkur fá Rómu.
Hún er frábær ræktunartík og yndisleg á heimilinu
og við gætum ekki verið ánægðari með þessa elsku.

Hundanámskeið hjá Alberti

Albert Steingrímsson kom austur og var með námskeið núna                   
12.- 14. ágúst.  Góð mæting og mikill áhugi. Hundunum var
skipt í 3 hópa og við Tara vorum að sjálfsögðu í yngsta hópnum.
Frábært námskeið maður lærir alltaf eitthvað nýtt og nú bíðum við bara spennt eftir framhaldsnámskeiði.
Nokkrar myndir í hundamyndir 2011

Vel lukkað á Hrafnagili

Stjórn Norðurhunda bauð okkur að koma og kynna hundana
okkar á Handverkssýningunni á Hrafnagili 6. ágúst sl.
Þeir vöktu mikla athygli og það var gaman að geta sýnt fólki
fimm litaafbrigði og ólíka augnliti. 
Ekki spillti fyrir hvað börnin höfðu gaman af að fá smá túr
í Sacco vagninum.  Fullt af myndum á myndasíðunni.
Takk stjórn Norðurhunda fyrir að bjóða okkur að koma.

Tveggja ára gullmolar

Þau Múla Glóð, Múla Bruni, Múla Funi, Múla Móri,
Múla Yazmine, Múla Jökull, Múla Hríma og Múla
Frosti eru 2ja ára í dag og við sendum þeim öllum
sem og eigendum þeirra innilegar afmæliskveðjur

Hrafnagil 6. ágúst 2011

Við verðum að Hrafnagili í Eyjafirði laugardaginn
6. ágúst n.k. með nokkra hunda og Sacco vagninn okkar.  Vonum að við sjáum sem flesta þar.

Múla Yazmine leitar að góðu heimili

Vegna breyttra aðstæðna er Múla Yazmine til sölu á gott heimili.      
Verð kr. 60.000.   Yazmine verður 2ja ára 28. júlí 2011
Áhugasamir hafi samband við Alexöndru
í síma 868 1548

Siberian Husky hvolpar

Allir hvolparnir komnir með ný heimili nema Tara sem                
ætlar að eiga heima á Gunnlaugsstöðum.  Hér er verið
að reyna að stilla henni upp í fyrsta sinn.

Husky hvolpar

Allir hvolparnir úr gotinu þeirra Ösku og Kanucks hafa fengið ný heimili
Við óskum Guðbjörgu Soffíu innilega til hamingju með Múla Löru Croft.
Eldur og Lara fara til nýrra eigenda eftir helgi og þá verður
bara Tara prinsessa eftir en við ætlum að halda henni.

Hvolpalíf á Gunnlaugsstöðum

Það var stuð á hvolpaskottunum í dag í góða veðrinu.       
Mikið leikið.  Þau eru svo skemmtilega ólík þessi þrjú
sem enn eru hér.  Tara svört með mjög dökk augu,
Eldur jr. rauður með gul augu og Zita grá með annað
augað blátt og hitt hálft brúnt og hálft blátt.
Zita er til sölu á gott heimil.
Fullt af nýjum myndum á myndasíðunni.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir