Jólakveðja frá Múlaræktun

Bestu óskir um gleðileg jól og ánægjulegt nýtt ár.                                                       
Þökkum innilega fyrir árið 2011
Róma, Eldur, Mjöll, Berg, Aska , Skuggi og Tara
senda öllum vinum sínum bestu kveðjur.

Fyrsti sleðadagurinn

Í dag var loksins sleðafært á Gunnlaugsstöðum.   
Fórum nokkrar ferðir eftir túninu.
Tara sett fyrir sleða í fyrsta skipti og gékk
ljómandi vel

Vetrardagur á Gunnlaugsstöðum

Yndislegt veður í dag á Gunnlaugsstöðum vantaði
bara  meiri snjó svo hægt væri að fara á sleða.
Hér er Steini upp á Gunnlaugsstaðahálsinum með Berg
og Skugga

Heimskauta Nætur Eldur 8 ára

Kóngurinn okkar hann Eldur er 8 ára öldungur í dag                                   
Hann er alltaf jafn góður og fallegur.
Eldur er upphaf Múlaræktunar og mikill ættarhöfðingi
Við óskum gotsystkinum hans til hamingju með afmælið

HRFÍ sýning nóv.2011

Múlahundar voru ekki sigursælir á sýningunni um helgina.
Berg var 3. besti rakki tegundar, Hríma varð 3. besta
tík  tegundar.
Kanuck pabbi Töru var 2. besti rakki tegundar.
Aska fékk excellent en ekki sæti. Bruni fékk excellent og var
í 2. sæti í opnum flokki,  Týr fékkexcellent en ekki sæti.  
Rökkva fékk very good og var í 3.sæti í sínum flokki.
Funi fékk very good en ekki sæti.  Lara og Þruma fengu
góða dóma og heiðursverðlaun í hvolpa flokki
og 4. og 5. sæti. 
Eldur jr. fékk fína dóma, heiðursverðlaun og 4. sæti í
hvolpaflokki, en þótti of stór.

Afmæli

Múlagullin þau Askur, Rökkva, Móses og Elvis eru 1 árs í dag    
Við óskum þeim innilega til hamingju með afmælið og
sendum góðar kveðjur til þeirra og eigenda frá ömmu, afa
og öllum hundunum á Gunnlaugsstöðum.

Heimsókn á sjúkradeildina á Egilsstöðum

Við Eldur fórum í okkar fyrstu heimsókn á sjúkradeildina á                    
Egilsstöðum í dag,  Það gékk eins og í sögu og nú munum
við fara vikulega í heimsókn þangað.  Nokkrar myndir á
myndasíðunni.

Tara og gotsystkini hennar 1/2 árs

Tara skvísa og gotsystkini hennar eru 6 mánaða í dag.                  
Við óskum þeim og eigendum þeirra innilega til hamingju
með afmælið.

Sjúkrahundurinn Eldur

Við Eldur förum í okkar fyrstu heimsókn á sjúkradeild Sjúkrahússins   
á Egilsstöðum á morgun.  Við erum sem sagt hundavinir á vegum
Rauða Krossins.  Við hlökkum mikið til.
Hér er verið að gera kónginn flottan fyrir heimsóknina.

Fyrsta Múlagotið 5 ára

6. september 2006 fæddust 7 yndislegir hvolpar á
Gunnlaugsstöðum.Foreldrar: Heimskauta Nætur Eldur
og Shapali´s Remembering Romance“Róma“.  
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt komið okkur
á óvart í hundaheiminum. 
Við erum stolt af því að eiga tvo gullmola úr þessu goti. 
Um leið og við óskum Ösku og Berg til hamingju með
morgundaginn, sendum við Blanco og Prins og eigendum
þeirra innilegar hamingjuóskir með daginn.

Blanco

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir