Sigursælir Múlahundar í Krísuvíkuhlaupinu

Þrír Múlahundar tóku þátt í keppni í  Krísuvíkurhlaupinu í gær
Þau lentu öll í verðlaunasæti.  Olga með Múla Rökkvu og Jöklu
vann 15 km Scooter, Rósa með Múla Hrímu og Valkyrju vann
15 km bikejoring og Kolla með Múla Blanco Islandus og Hröfnu
var í 2. sæti í bikejoring.
Frábær árangur til hamingu Rósa, Olga og Kollakrisuvik krisuvik1

Leitað að kindum

Í dag voru þrír Múlahundar að leita að kindum í fönn                                                                       001
Eldur fór með Hjördísi á Jökuldalsheiði, Berg með Lilju
og Þruma með Stefáni á Fljótsdalsheiði.
Það gékk ekki eins vel og í gær því miður.
En áfram sönnuðu þau hæfni sína til að leita að kindum
sem grafnar eru í fönn.
Hér eru Hjördís og Eldur að leggja í hann á
Jökuldalsheiðina í morgun, Eldur ekki hrifinn af
sexhjólinu.

Í gær var skemmtileg frétt um þetta ævintýri okkar á
mbl.is
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/24/husky_hundarnir_standa_sig_vel/

Múlahundar leita að fé í fönn

Á föstudaginn fór Hjördís ásamt fleirum með Múla Berg og Múla Þrumu                                 008
til að leita að fé sem talið var að hefði fennt á Fljótsdalsheiði
Í dag, sunnudag fór Hjördís síðan með Berg á Jökuldalsheiði
Hundarnir stóðu sig með mikilli prýði og erum við afar stolt
af þeim.
Frábært þegar hægt er að nota galla husky til góðs.

Huskyhvolpar Töru og Atlasar

Allir hvolparnir úr goti þeirra Múla Töru og Kristari´s Atlasar                      021
hafa fengið ný heimili.  Nú síðast var ákveðið að Múla Merlin
fari til Færeyja.  Við óskum Oddi og fjölskyldu innilega til hamingju
með þennan fallega strák.

Múla Merlin

Þessi flottir strákur Múla Merlin er falur á gott heimili                                      058

Hann er að verða 10 vikna og er tilbúin til afhendingar
Áhugasamir hafi samband í 557 7241 eða 899 5241
Einnig má senda fyrirspurnir í icelandichusky@gmail.com

Múla Star

Zita hefur fengið nýtt nafn og heitir núna Múla Star.                                     329
Hún er komin á framtíðarheimilið sitt í Grindavík.
Til hamingju Carla og fjölskylda með þessa fallegu dömu.

Zita efnileg í hundafimi

033

Smellið á linkinn og sjáið hvað Zita er klár:  zita i hundafimi

Hér annað myndskeið af þessari dúllu zitahundafimi

 

 

Hvolparnir í læknisheimsókn

Í dag voru hvolparnir heilsufarsskoðaðir, örmerktir, bólusettir og            079
fengu ormalyf.  Læknirinn sagði að þeir væru allir fullkomnir
og í góðu jafnvægi.
Við þurftum því að gefa óseldu hvolpunum tveimur nöfn
og fékk daman nafnið Múla Zita og gaurinn heitir Múla Fenrir.
Við hjá Múlaræktun höfum alltaf leyft fólki að ráða nafni á
hvolpunum.
Hér er mynd af Múla Merlin að lokinni læknisskoðun
ótrúlega vígalegur

Husky hvolpar

Nú eru aðeins þessir tveir gullfallegu hvolpar eftir úr goti Múla Töru og Kristari´s Atlas
Grá tík og svartur rakki. Upplýsingar í 5577241 eða icelandichusky@gmail.com

033 089

Múla Karma

Þessi fallega stelpa hefur fengið nafnið Múla Karma                                            416
Við óskum Rögnu Isabel innilega til hamingju
með hana.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir