Fyrsta got Múlaræktunar 9 ára í dag

Í dag er merkisdagur hjá Múlaræktun.               berg og Aska prins
Fyrsta gotið okkar undan Heimskautar
Nætur Eldi og Shapali´s Remembering
Romance er 9 ára.
Því miður eru aðeins þrjú lifandi úr
þessu goti og við erum svo heppin að hafa
tvö þeirra hjá okkur.
Við óskum Prins, Berg og Ösku til hamingju
með afmælið.

Got Bless Zoe for Star´n Nordica og Múla Týs

Zoe átti tvo gullfallega hvolpa 5. september 2015        IMG_0071
Hvít tík og grár rakki
Móður og hvolpum heilsast vel
Sjá nánar í got
Myndir í albúmi gotsins

Got Múla Þrumu og Kristari´s Atlas

29.ágúst átti Þruma 6 gullfallega hvolpa, IMG_0308
þrjár tíkur og  þrjá rakka.
Móður og hvolpum heilsast vel
Sjá nánar í got

Got Ösku og Alex 6 ára í dag

Þessi fallegi hópur er 6 ára í dag.  Við óskum Bruna, Móra,           afmælishvolpar
Yazmine (Ronju), Jökli, Hrímu og Frosta og eigendum þeirra
innilega til hamingju með daginn.  Við trúum að það hafi
verið dekrað við þau

 

Væntanleg tvö got hjá Múlaræktun

unnamed zoe og Týr

Got Töru og Atlasar 2ja ára

Þessir gullmolar eru tveggja ára í dag, 9. júli                            töru hvolpar
Við óskum Duchess, Tindi, Star, Körmu, Fenri
og Ódn (Merlin) og eigendum þeirra innilega til
hamingju með daginn.

Norðurljósasýning 24.maí 2015

6 Múlahvolpar í flokki 6-9 mánaða, 1 rakki og 5 tíkur
Allir hvolparnir fengu mjög góðar umsagnir           gígur
Múla Gígur vann flokkinn og varð svo 3. besti hvolpur
sýningar.
Kristari´s Atlas excellent og 2.sæti í opnum
Múla Tara excellent og 4.sæti í opnum
Múla Þruma excellent og Bless Zoe for Star´n Nordica
exellent.
Múla Hríma excellent, vann meistaraflokkinn og varð
2.besta tík.

CAC sýning 23.maí 2015

6 Múlahvolpar í flokki 6-9 mánaða, 1 rakki og 5 tíkur                  bína
Hvolparnir fengu allir mjög góðar umsagnir.
Múla Jakobína Þöll vann flokkinn og var svo 2. besti
hvolpur sýningar.
Kristari´s Atlas excellent 3. sæti í opnum
Múla Tara excellent 3.sæti í opnum
Múla Þruma very good og Bless Zoe for Star´n Nordica
very good.  Þruma skellótt af hárlosi og Zoe óþekk
Múla Hríma excellent 1.sæti í meistaraflokki og 2.
besta tík.

Múla afmæli í maí

Einbirnið hún Múla Kría varð 1 árs 2. maí sl.  Við óskum henni og eigendunum til hamingju með afmælið
Svo urðu Kolka, Móra, Frigg, Saga, Akva og Kiaro þriggja ára 27. maí og við óskum þeim öllum og eigendunum til hamingju með afmælið.

122 168

Afmæli á Gunnlaugsstöðum í apríl

Þessi tvö áttu bæði afmæli í apríl.  Prinsessan okkar Bless Zoe For Star´n Nordica varð 3ja ára 19. apríl
Öðlingurinn okkar hann Skuggi varð 8 ára 21.apríl

soe2ja skuggi

 

 

 

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir