1. Múlagotið 11 ára
Í dag eru 11 ár síðan fyrsta Múlagotið fæddist
Foreldrar voru ISCH Heimskautanætur Eldur og
CANCH Shapali´s Remembering Romance.
7 æðislegir hvolpar fæddust: Prins, Snót, Aska,
Ynja, Blanco, Gringo og Berg. Þau eru því miður
öll dáin nema Berg okkar.
Hann er æðislegur hundur, ennþá mikill töffari
þó hann sé geldur og gamall og slæst um hylli
tíkanna þegar svo ber undir.
Við erum endalaust þakklát fyrir að eiga hann.
Perla 2ja ára
Afmæli 28.ágúst 2017
Afmæli 28. júlí sl.
Þessi flotti hópur, fyrsta gotið hennar Ösku okkar
urðu formlega öldungar 28.júlí sl. þ.e. 8 ára.
Faðir er AMCH Karnovanda´s Alexander Wolf.
Þetta er stærsta got sem hefur fæðst hjá Múlaræktun.
Síðbúnar afmæliskveðjur til Bruna, Móra, Yazmine
(Ronju), Jökuls, Hrímu og Frosta og eigenda þeirra.
Glóð og Funi eru dáin.
Tvær sýningar HRFÍ í júní 2017
RW17 Múlahundar fengu excellent nema Perla fékk vg.
Gígur varð 4. besti rakkinn.
Askja varð 3.besta tík og Þruma 4. besta tík.
Okkur gékk betur á sunnudag heldur en á laugardag.
Allir Múlahundar með excellent.
Gígur ex og 3.sæti í meistaraflokki en ekki áfram.
Askja ex og vann unghunda og varð síðan 4.besta tík
Perla ex og 2.sæti í unghundum en ekki áfram.
Þruma ex vann opna flokkinn og varð síðan 3. besta tík
með íslenskt meistarastig.
Myrkva ex 2.sæti í opnum flokki og 5.besta tík
Zoe ex 2.sæti í meistaraflokki og 2. besta tík
með vara cacib.