1. Múlagotið 11 ára

Í dag eru 11 ár síðan fyrsta Múlagotið fæddist           berg (1)
Foreldrar voru ISCH Heimskautanætur Eldur og
CANCH Shapali´s Remembering Romance.
7 æðislegir hvolpar fæddust: Prins, Snót, Aska,
Ynja, Blanco, Gringo og Berg.  Þau eru því miður
öll dáin nema Berg okkar.
Hann er æðislegur hundur, ennþá mikill töffari
þó hann sé geldur og gamall og slæst um hylli
tíkanna þegar svo ber undir.
Við erum endalaust þakklát fyrir að eiga hann.

Perla 2ja ára

Perlan okkar varð 2ja ára 5. september.          Perla
Hún er engu lík, ofvirk og skemmtileg
og mjög duglegur sleðahundur.
Við erum svo heppin að eiga hana
Það er ekki oft sem hún er svona slök eins
og á myndinni.

Afmæli 28.ágúst 2017

Þessir falllegu hvolpar undan Kristari´s Atlas og         Afmæli 28.ágúst
Múla Þrumu urðu tveggja ára 28. ágúst 2017.
Þau eiga öll heima hjá Snowdogs á Heið í
Mývatnssveit.
Til hamingju með afmælið Hekla, Klettur, Frosti,
Vikur, Askja og Krafla.

Afmæli 28. júlí sl.

Þessi flotti hópur, fyrsta gotið hennar Ösku okkar       hvolparágúst 464
urðu formlega öldungar 28.júlí sl. þ.e. 8 ára.
Faðir er AMCH Karnovanda´s Alexander Wolf.
Þetta er stærsta got sem hefur fæðst hjá Múlaræktun.
Síðbúnar afmæliskveðjur til Bruna, Móra, Yazmine
(Ronju), Jökuls, Hrímu og Frosta og eigenda þeirra.
Glóð og Funi eru dáin.

Tvær sýningar HRFÍ í júní 2017

RW17 Múlahundar fengu excellent nema Perla fékk vg.   IMG_5373
Gígur varð 4. besti rakkinn.
Askja varð 3.besta tík og Þruma 4. besta tík.
Okkur gékk betur á sunnudag heldur en á laugardag.
Allir Múlahundar með excellent.
Gígur ex og 3.sæti í meistaraflokki en ekki áfram.
Askja ex og vann unghunda og varð síðan 4.besta tík
Perla ex og 2.sæti í unghundum en ekki áfram.
Þruma ex vann opna flokkinn og varð síðan 3. besta tík
með íslenskt meistarastig.
Myrkva ex 2.sæti í opnum flokki og 5.besta tík
Zoe ex 2.sæti í meistaraflokki og 2. besta tík
með vara cacib.

Fyrsta got töru og Atlasar 4ra ára

Þessi gull eru 4ra ára í dag, Til hamingju með afmælið   eins árs afmæli
Duchess, Tindur, Star, Karma, Fenrir og Ódn (Merlin)
Óskum eigendunum til hamingju með þau.
Það verður pottþétt dekrað við þau í dag

Eins árs gull undan Töru og Atlasi

Þessi gull undan Töru og Atlasi urðu 1 árs 13.júní sl.             Got Töru og Atlasar 13.júní 2016
Þau búa öll hjá Sæma og Bergþóru hjá Snowdogs nema
Múla Sól sem veiktist og dó fyrr á árinu.
Til hamingju með afmælið Krumma, Steinn, Þoka, Frökk
og Elja.  Til hamingju með þessa flottur hvolpa Sæmi,
Bergþóra og strákarnir.

Kría 3ja ára

Síðbúnar afmæliskveður til Kríu fallegu sem varð           IMG_0518
3ja ára 2. maí sl.  Til hamingu með hana Mandy og
Davíð og krakkarnir.
Kría var eini hvolpurinn úr fyrra goti Atlasar og
Þrumu.

5 ára afmæli 27.maí 2017

afmælishópur
Þessi flotti hópur – síðasta gotið hennar Ösku okkar,
átti 5 ára afmæli í gær. Við óskum Kolku, Móru,
Frigg, Sögu, Akva og Kiaro og eigendum þeirra innilega
til hamingju með afmælið.
Tvær af þessum elskum búa erlendis, í Finnlandi og Litháen.

Zoe 5 ára 19. apríl 2017

034
Þessi fallega prinsessa okkar, Bless Zoe for Star´n
Nordica var 5 ára 19. apríl sl.  Hún er mikil drottning
og nýtur þess að kúra inni hjá okkur, en hún er líka
mjög duglegur sleðahundur.
Zoe varð íslenskur meistari á síðustu febrúarsýningu

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir