Hvolpar í maí 2012
Múlahundur ársins 2011
Við höfum ákveðið að veita árlega einum Múlahundi
viðurkenningu vegna góðs árangurs á sýningum,
í sleðahundakeppnum, skijoring, bronsprófi, öðrum
hlýðniprófum, prófi í leit og fl. Við biðjum eigendur
Múlahunda, sem taka þátt í einhverju ofangreindu eða
öðru sem þið teljið að falli undir þetta að láta okkur vita
Múlahundur ársins 2011 er Múla-Hríma og óskum við
henni og eigendum hennar, Olgu og Halla innilega til
hamingju með þennan titil.
Á myndinni er Hríma með bikarinn ásamt eigendum
sínum.
Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands í hundasleðaakstri og skijoring
Við tókum þátt í Íslandsmeistaramóti Sleðahundklúbbs
Íslands á Mývatni núna um helgina.
Mótið var mjög vel skipulagt og allt gékk upp.
Ekki spillti frábært veður fyrir.
Kolbeinn Ísak með feðgana Múla Tý og Múla Berg
unnu unglingaflokkinn í hundasleðaakstri með
tvo hunda á frábærum tíma. Sæmundur Þór var í 3.
sæti í skijoring karla með Múla Tý og Hjördís var í
5.sæti í skijoring kvenna með Múla Berg. Myndir
frá keppninni á myndasíðunni.
Afmæli 24.mars 2012
Fleiri afmæli
Afmæli
HRFÍ sýning febrúar 2012
Allir Múlahundar fengu excellent og allir nema
einn meistaraefni.
Hríma 3.besta tík, Gola 4.besta tík.
Múla Elvis 4. besti rakki.
Bruni vann opna flokkinn.
Tara og Þruma voru í 2. og 3.sæti í ungliðum.
Berg fékk excellent og meistaraefni en ekki sæti í
úrslitum. Aska fékk excellent og meistaraefni.
Aska með 4 afkvæmi fékk heiðursverðlaun og
var annar besti afkvæmahópur sýningar.