Múla Frigg

Hér er Lotta með hana Múla Frigg sína.
Við óskum henni og Heiðmari innilega til
hamingju með hana.

Múla Saga

Hér er hún Múla Saga.
Við óskum Jóa, Önnu, Kolla, Veigari og Magneu innilega til hamingju með hana.

Múla Akva

Þessi fallega stelpa heiti Múla Akva.
Við óskum David og Ramintu innilega til hamingju með hana

Múla Kolka

Hér eru Sigrún og Hreiðar með hana Kolku sína.
Við óskum þeim, Öldu og Vatnari innilega til hamingju
með hana.

Við kynnum nýjan rakka hjá Múlaræktun, Kristari´s Atlas

Hann er fæddur 18.október 2011 og kom til okkar á Gunnlaugsstaði í kvöld.

Atlas er skemmtileg viðbót við ræktunina okkar og við erum spennt að fylgjast með honum.

Múla Ice Kiaro

Þessi fallegi strákur heitir Múla Ice Kiaro

Við óskum Jill og Magnúsi innilega til hamingju með prinsinn sinn.

Got Ösku og Kanucks

Fæddir eru 6 gullfallegir hvolpar á Gunnlaugsstöðum
5 tíkur og einn rakki.  Móður og hvolpum heilsast vel.
Myndir komnar inná myndasíðuna

Styttist í got á Gunnlaugsstöðum

Nú styttist í got Ösku og Kanucks og í dag settum við upp gotkassann.
Það er um það bil vika í gotið og Aska er hér að kanna hvort það sé ekki allt í lagi
með kassann.

Múla Týr – Hlýðni 1

Múla Týr og Pétur eigandi hans rúlluðu upp Hlýðni 1 prófinu í dag með 1. einkunn.

Týr er fyrsti Siberian Husky sem fer í og nær Hlýðni 1 prófi.

Múlaræktun óskar Tý og eigendum hans innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Afmæli 29.mars 2012

Þessi fallegi hópur er 1 árs 29. mars                
Við óskum Löru, Eldi, Þrumu og Töru
Ösku og Kanucks börnum til hamingju
með afmælið.
Þruma og Tara senda systkinum sínum
Eldi og Löru bestu afmæliskveðjur

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir