Nóvembersýning HRFÍ

Kristari´s Atlas fékk excellent, 2.sæti í ungliðum og góða dóma    
Berg fékk excellent, meistaraefni og 2.sæti í meistaraflokki
Þruma og Tara fengu excellent og 4. og 5. sæti í unghundum
Lara Croft fékk very good í unghundum en ekki sæti
Ice Kiaro fékk góða umsögn og 2. sæti í hvolpaflokki 4-6 mán.
Frigg fékk ágæta umsögn í hvolpaflokki 4-6 mán.
Týr og Móri fengu excellent í opnum flokki en ekki sæti
Rökkva fékk excellent í opnum flokki
Myndavélin gleymdist heima en hér eru nokkrir
Múlahundar undan Ösku með pabba sínum honum
Kanuck.

Augnskoðun

Síðast liðinn laugardag fóru eftirtaldir Múlahundar í
augnskoðun: Berg, Týr, Tara, Þruma og Atlas og voru
þau öll með hrein augu.
Hér eru tvö þeirra Atlas og Þruma

Rauðakrosshundar

Á laugardaginn heiðraði HRFÍ heimsóknarhunda Rauða      
krossins.  Það var gaman að geta tekið þátt í því.
Það er afar gefandi að fara með hundinn sinn inn á
sjúkrahús eða aðrar stofnanir til að gleðja vistmenn þar
og gaman þegar það er metið að verðleikum.

Zoe komin til Íslands

Zoe kom til Íslands 7.nóv. sl. og er við gott atlæti í                      
einangrunarstöðinni Hrísey.
Hér er Hjördís með hana í Kaupmannahöfn
Zoe er virkilega flott viðbót við Múlaræktun

Sleðast á Gunnlaugsstöðum

Í dag var loksins sleðafæri á Gunnlaugsstöðum.        
Kolla og Arnar passlega komin í heimsókn.
Spenntum ungviðið fyrir sleðann + Berg og
svo var þeyst af stað.

2ja ára gullmolar

Þessir fallegu hvolpar, þau, Rökkva, Askur, Móses og Elvis        
eru tveggja ára í dag.  Þetta var síðasta gotið hennar Mjallar
Við óskum hundum og eigendum innilega til hamingju með
afmælið.  Ótrúlegt að þau skuli vera orðin tveggja ára!

Kristari´s Atlas

Atlas fallegi prinsinn okkar er eins árs í dag      
Hann fær eitthvað gott í gogginn í tilefni
afmælisins.

Bless Zoe for star´n Nordica

Við kynnum nýja viðbót við Múlaræktun      
Zoe kemur til landsins í byrjun nóvember
Komið albúm fyrir hana á myndasíðunni
Við erum búin að bíða í 2 1/2 ár eftir
þessari tík þannig við hlökkum mikið til
að fá hana á Gunnlaugsstaði.
Hér er mynd af henni 6 mánaða

Eldur í sjúkraheimsóknir á ný

Í dag fór Eldur í heimsókn á sjúkradeildina á Egilstöðum      
eftir sumarfrí.  Fólk virtist almennt ánægt með að hitta
hann aftur og hann var mjög ánægður að hitta suma
Ótrúlega gefandi að fara með hann í þessar heimsóknir

Fyrsta Múlagotið 6 ára í dag

Það eru komin 6 ár síðan Róma og Eldur gáfu okkur      
7 yndislega hvolpar.  Við erum svo heppin að eiga
tvo gullmola úr þessu goti þau Ösku og Berg.  Við
óskum þeim, Prins og Blanco innilega til hamingju
með afmælið og sendum knús og kveðjur til
Magnýjar og fjölskyldu og Kollu og Hröfnu.

Um Múlaræktun

Múlaræktun er staðsett á Gunnlaugsstöðum á Völlum 18 km frá Egilsstöðum.
Á Gunnlaugsstöðum búa Steindór V. Sigurjónsson og Hjördís Hilmarsdóttir og eru hundar aðaláhugamálið á bænum

Upplýsingar er hægt að nálgast í síma: 557-7241 og 899-5241 og einnig er hægt að senda okkur tölvupóst til icelandichusky[hja]gmail.com

Flokkar
Nýlegar athugasemdir