Múla Gígur
Múla Hríma 3.stigahæsti hundur HRFÍ 2014
Múla Hríma var stigahæsti Siberian husky og
3. stigahæsti hundur ársins hjá Hrfí 2014
Hún var besti hundur sýningar í febrúar 2014
Hún varð einnig fyrsti íslandsræktaði Siberian
husky til að verða alþjóðlegur meistari.
Frábært ár hjá þeim stöllum Olgu og Hrímu
Til hamingju með velgengnina 2014 Olga og Halli.
Heimskautanætur Eldur 11 ára
Kóngurinn okkar hann Eldur er 11 ára í dag.
Hann er einstakur hundur, fallegur, heilsuhraustur, geðgóður,
ljúflingur sem alla heillar.
Hann hefur verið Rauðakross hundur, bjargað kindum úr
fönn, keppt á hundasleðamótum og rústað sýningum, en
umfram allt er hann yndislegur heimilishundur og vinur.
Skemmtilegasta sem Eldur gerir er að fara í gönguferðir
með Hjördísi
Hér er mynd af þeim frá því í sumar í einni slíkri.
Husky hvolpar til sölu
Nóvembersýning 2014
Vorum á hundasýningu um helgina í Reykjavík.
Múla stjarna þessarar sýningar var hún Múla Kría,
sem varð besti hvolpur tegundar 6-9 mánaða og
3. besti hvolpur sýningar.
Frábært takk Rabbi minn fyrir að taka hana að þér.
Múla Ice White Thunder „Tindur“ fékk vg í unghundum.
Múla Ice Kiaro fékk exc. í opnum en ekki sæti,
Kristari´s Atlas fékk exc. og meistaraefni og 3.sæti í
opnum flokki og 4. besti rakki. Fékk rosa flotta dóma.
Múla Þruma fékk exc. og meistaraefni og 4.sæti í opnum
flokki og mjög góða dóma en ekki sæti í úrslitum.
Múla Hríma fékk exc. og meistaraefni og vann meistaraflokk
og varð síðan 2. besta tík á eftir dóttur sinni henni Valkyrju.
Fyrsta skipti í meira en ár sem Hríma vann ekki tíkurnar
Hvolpar á Gunnlaugsstöðum
4ra ára í dag
Got Bless Zoe for Star´n Nordica og Kristari´s Atlas
Zoe átti 5 tíkur 26.október, tvær gráar, ein dökkgrá,
ein rauð og ein ljósrauð.
Við höfum beðið eftir þessu goti í 3 ár, síðan við
ákváðum að flytja Atlas inn frá USA og fá tík frá
Nordica í Ungverjalandi.
Zoe og Atlasi hefur gengið vel á sýningum og
fengu bæði Íslensk meistarastig og rec Cacib
á síðustu sýningu HRFÍ.
Þau eru bæði með hrein augu og A mjaðmir
Got Tara og Atlas
Tara átti tvo hvolpa 24.október, yndislegir svartir hvolpar rakki og tík.
Þetta er annað got Töru og Atlasar og erum við mjög ánægð
með fyrra gotið.
Tara er einstök tík svo ljúf og góð og semur við alla
Henni hefur gengið vel á sýningum
Atlas er skemmtilegur gaur og mikil kelirófa
Hann var annar besti rakkinn á síðustu sýningu og fékk
íslenskt meistarastig og rec Cacib.
Þau eru bæði með A mjaðmir og hrein augu.
Kristari´s Atlas 3ja ára
Prinsinn okkar hann Atlas varð 3ja ára í vikunni.
Atlas er skemmtilegur gaur, kelinn og yndislegur,
en líka svolítill nöldrari.
Hann var seinþroska og það er ekki fyrr en á þessu
ári að hann hefur tekið út mikinn þroska, enda gékk
honum afar vel á síðustu sýningu.
Varð 2.besti rakki með Íslenskt meistarastig og
vara CACIB.